Hæhó ..
Ég er mikil hestaáhugamanneskja, og hef verið að temja ofl. í sveit, en aldrei verið með hest sjálf utan sveitarinnar.

Okkur dóttir mína sem er 5 ára hestakelling langar rosalega að kaupa okkur hest, og mig langar að spyrja ykkur hvað það kostar að reka hest.

Hvað kostar að leigja pláss á höfuðborgarsvæðinu ? Er hey innifalið í því verði ? Hvað get ég átt von á miklum kostnaði varðandi skeifur ? Hvað kostar ormahreinsun ? Og hvað kostar að koma hesti í sumarbeit, flutningur og hagi? Og bara allt sem ykkur dettur í hug, svona meðaltal … (veit að summir hestar eru gjarnari á að missa skeifur en aðrir, og sumir þurfa á hjálp dýralæknis oftar að halda en aðrir)

Bara svo að ég fari ekki að fá mér hest, og fatti svo um seinan að ég hafi ekki efni á að halda hann, því mig langar alveg rosalega að byrja í þessu aftur, og það er ekki verra að hafa áhugamál sem maður getur stundað með börnunum sínum.<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”
———————————————–