Það vantar eina tölu í númerið sem þú gafst upp. IS þýðir að hesturinn sé fæddur á Íslandi, svo kemur hvaða ár, næst er það hvort kynið hrossið er( 1 fyrir hest og 2 fyrir hryssu), þá kemur hvaða sýslu hrossið er fætt í (t.d. 37 er í Borgarfirði, minnir mig) og loks kemur þriggja stafa tala sem er númerið sem upphaflegur eigandi gefur hrossinu af þeim númerum sem hann á rétt á að nota fyrir sín hross.