Já, ég hef prófað erlendan hest. En þetta var samt bara reiðskólahestur þannig að ég tel mig alls ekki vera reynda í þessum efnum. Svo ekki sé minnst á að það eru mjög mörg hestakykn að velja um.
Og í fullri hreinskilni, þá tel ég ekki að fegurð komi “skemmtilegheitum” við. Þannig að í raun er þetta alls ótengt efni. ;) (Ekki það að hesurinn hafi verið leiðinlegur)
En annars þá ætla ég mér að fara utan til að læra Dressage (Fimi) þegar ég hef pening og tíma til þess. Hver veit, kannski verður íslenski hesturinn eithvað fallegri eftir það. ;) En ætli þú verðir ekki að bíða þangað til. :D
En ég verð líka að bæta við að þó mér finnist íslenski hesturinn ekki sá fallegasti þá held ég að hann hafi mun meira afþreyingargildi heldur en margar aðrar tegundir. Það er erfitt að lýsa því en í stuttu máli sagt þá held ég að hvað sem ég geri í framtíðinni verði ég alltaf að eiga allaveganna einn íslenskan hest. ;) Það er eitthvað svo frjálslegt við okkur og okkar reiðmenningu sem að ég vil alls ekki missa af. Og á þessu brölti mínu hef ég ekki rekist á neitt svipað (nema kannski ef til vill í Mongólíu án þess að hafa kannað það sérstaklega).
En hefurðu prófað einhverja aðra tegund sem töltir (eða skeiðar)? Af þeim gagnhestum sem ég hef séð held ég að okkar sé lang bestur (ég er ekki alveg laus við þjóðrembuna ;)) og hann virkar einnig mun náttúrulegri á mig heldur en hin kynin.
Ég donwloadaði einhverju myndskeiði af ‘Tennessee Walking Horse’ hestum, bæði með þessa hræðilegu platta og án þeirra. Ég hef aldrei séð dýr með jafn ónáttúrulegar hreyfingar og þessi “plattahross”. Og án þeirra lyftu þeir ekki neitt. ;)