Ég var að fá nýja hest sem heitir Galdur, hann er alveg frábær fyrir utan tvent… kannski getið þið sagt mér hvað ég á að gera
Hann fer alltaf með tunguna yfir mélin !
Og svo er gjörsamlega ekki hægt að kemba honum, hann fer alltaf að bíta mig (og þá meina ég BÍTA mig, ekki bara smá nart)
Og hann bítur mig bara í lærið… en hann bítur mig samt bara ef ég reyni að kemba honum !
En hann fikrar sig lengra og lengra með þetta, fyrst var þetta bara smá glens og hann að stríða mér (fór hægt með hausinn að mér og nartaði í buxurnar mínar og flýtti sér með hausinn í burtu og horfði annað, svo leit hann til mín og bókstaflega glotti að mér… það var rosalega fyndið)
Hann er svona smá stríðnispúki…
En svo var mér sagt að setja bara á hann beisli og festa hann með bandi sitt hvoru megin svo hann kemst ekkert með hausinn á meðan ég kembi honum en þá tókst honum að taka beislið af sér! :/
Svo ég er ráðalaus :(
Mér var líka sagt að láta hann borða með beislið til að hann hætti að fara svona með tunguna yfir mélin, vitiði eitthvað hvort það virkar?
kv. Grímsla
P.s. Ég veit ekki hvort það er hægt að gera eitthvað í þessu með bitin en það er svo rosalega slæmt ef ég fæ ekkert að kemba honum án þess að láta éta á mér lærið…<br><br>
=================================================
Lífið er eins og dauðinn… bara styttra…