Hvað gerir hún? Ríkur hún á stað áður en þú ert komin á bak eða gengur í hringi (svo þú komist ekki á bak)?
Ég lenti í því í sumar að Dögun (hryssa sem pabbi minn á)rauk af stað þegar ég var að hoppa á bak, ég hafði farið af baki til að opna hlið. Hún hljóp eitthvað út á tún og ég lá eftir á jörðinni. Svo fór ég seinna með frænku minni og ætlaði að gá hvort hún gerði þetta aftur og viti menn hún reyndi, þá lét ég frænku mína halda í hana en hún reyndi það aftur. Þá ákvað ég að prófa svolítið, ég togaði í tauminn og lét hana bakka á meðan ég var að koma mér á bak og ég komst á bak.Svo gerði ég þetta aftur og aftur þegar ég fór á henni og hún hætti þessu alveg.
En það er erfitt að hjálpa ef maður veit ekki hvernig hún lætur.