Af hverju ekki? Það er ekkert verra en annað kjöt! Við kaupum alltaf folald af bóndum á haustin og eigum svo allan veturinn. Mér finnst hrossakjöt t.d. miklu betra en nautakjöt.
Ég myndi auðvitað aldrei borða hross sem ég hef þekkt og þes vegna kaupum við af öðrum bóndum í sveitinni. Ef við sendum folöld í sláturhúsið þá eru þau seld annað. En ef þið borðið ekki hrossakjöt vegna þess að þið eruð hestavinir… er þá ekki alveg jafn slæmt að borða lambakjöt, þar sem litlu sætu lömbin fara í sláturhúsið? (Ég er samt ekki að segja að það sé ástæða ykkar fyrir að borða ekki hrossakjöt, auðvita hafa allir sínar ástæður.)
Kv. Animal