Já… Ætt. Ég veit um mjög marga hesta sem eru eða voru MJÖG glæsilegir (vægast sagt), en þeir voru algjörlega kolklikkaðir í hausnum…. T.d. Glæsir, rauðskjóttur hestur sem frændi minn fékk frá langömmu.. það var ekki hægt að temja hann, hann var svo klikkaður, endaði í sláturhúsinu. Sokki, brúnn með hvíta sokka og blesu, rosalega flottur en tjúllaðist ef það átti að setja á hann beisli, það gekk rosalega illa að temja hann og hann endaði í sláturhúsinu.
Svo er það nú alltaf hún Katla sem er svo falleg og mjög reist en ég hugsa að hún sé á leið í sláturhúsið bráðum. Hún er (held ég) eitthvað skyld Glæsi. Húnn er hrædd við allt og alla, bítur og skelfur eins og hrísla ef maður kemur of nálægt.
Fegurðin er ekki allt. Að vísu er ég ekkert á móti því að eiga hross sem eru ekki í einhverjum topp ættum, en maður ætti ekki að velja hest eingöngu út af útlitinu þó það skipti miklu máli. Ef þú færð þér hest sem er undan einhverjum frægum stóðhesti eða meri þá eru miklar líkur á því að þú hafir góðan hest út úr því. Frænka mín á hryssu undan Hrafni frá Holtsmúla og móðirin er undan Þætti frá Kirkjubæ, ég segi ekki að þetta sé fallegasta meri sem ég hef séð en hún er “gæðingur”, bullandi töltari og allt.
Þið vitið líka hver Oddur frá Selfossi er(?) Frændi minn á meri undan honum sem er leirjós, mjög falleg og í raun alveg frábær. Hún strauk og kom til baka fylfull, enginn vissi hver stóðhesturinn var, folaldið var fallegt og leirljóst… En þau tóku ekki áhættuna á enn einum gölluðum hestinum og hann fór í sláturhúsið. Bara núna um daginn var ég að skoða mynd sem ég tók þar síðasta sumar af nokkrum folöldum og það var ein mynd af þessum fola og getiði hvað… það tölti undir sér, þetta hefði geta verið næsti Orri en það er alltaf áhætta.