humm.. ég er Gusti og keppi í unglingaflokk. mér finnst ekki sanngjarnt að segja að þeir sem eru innann einhverrar “klígu” þurfi ekki að leggja sig fram. ég hef náð árangri sem ég er bara alveg ánægð með en ég hef líka þurft að leggja heilmikið á mig til þess. það er ekkert smá mál að halda góðum hesti góðum…:) ég vil ekki meina að það sé einhver “klíga” í Gusti, ég meina það eru krakkar sem eru dugleg að fara á opin mót og eru að ná góðum árangri og það er alveg rétt að foreldrar þeirra styðja þau. en mér finnst ósanngjarnt að segja að dómarar horfi ekki jafnt a´alla keppendur, en það er sossum ekki félaginu eða krökkunum eða foreldrunum að kenna. mitt ráð til þín er að vera dugleg(ur) að keppa í vetur og afla þér reynslu. fara t.d. á Barkamótið sem er opið töltmót sem haldið er í reiðhöll Gusts.
ég vona bara að þér gangi sem best :)
ég ætla mér að keppa í vetur, ég er nefnilega komin með 4 ný keppnishross. þar sem ég vara að hætta með gamla keppnishestinn minn hann Kóp. nýju hrossin eru Salka frá Vatnsleysu rauðtvístjörnótt, sem er undan Hvin og Hýru frá Vatnsleysu. Kliður frá Hrafnagili steingrár, undan Drafnari frá Akureyri og Nóru frá Hrafnagili. Fókus frá Feti brúnskjóttu, undan Gletting frá Bernunesi (Orrasonur) og Drangey frá Skarði (Merkúr frá Miðsitju) svo er það molinn minn og fermingargjöfin, Kraftur frá Búðarhóli. hann er sammæðra stóðhestinum Blæ frá Búðarhóli og undan Nasa frá Hrepphólum.
vonandi gengur ykkur bara öllum sem best með keppnishrossin ykkar í vetur og líklega sjáumst við á eibhverjum mótum :)
-mei