Ég á brúnann hest(reyndar) fæddann 1996, sem sagt á 7.vetur. Hann er undan Hrafnfaxa frá Hrafnhólum og hryssu undan Vonar-Neista frá Skollagróf. Hann er meðal stór, með mikið fallegt tagl en mætti vera aðeins prúðari á fax, þó alls ekkert slæmt. Hann er yndislegur og mjög mannelskur. Gæfur. Fallegur á skrokkinn. Hann hefur allan gang. Hann var taminn í hittifyrra og kom strax með allan gang. Hann lyftir alveg ágætlega og er ganghreinn á tölti. Svo var haldið áfram með hann síðasta vetur. Þetta er kannski enginn sýningartýpa en flottur reiðhestur og mikill mannvinur. Svo á ég hryssu sem er rétt reiðfær, á 5.vetri undan Gusti frá Hóli og hryssu undan Anga frá Laugarvatni, rauðvindótt, ágætlega fext, meðal stór, meða allan gang, fer mest á brokki undir sjálfri sér en það var lítið farið að eiga við gangstetningu(var bara í tamningu í 3.vikur). Mjög gæf, svolítil frekja og þarf að læra hver það er sem ræður:) En hún er ósköp yndisleg. Falleg á skrokkin, og meðal hreyfingar. Lofar nokkuð góðu. Verður eflaust fínn reiðhestur og/eða fín í ræktun.
Svo á ég rauðskjóttann hest mjög efnilega keppnistýpu. Á 6.vetur, er í framhaldstamningu núna. Feikna lyfta og góður höfuðburður. En hann er nokkuð dýrari en þetta, sorry. Ég get sent þér myndir ef þú vilt, sendu mér bara emailið þitt.