Hæhæ öllsömul….!
Ég hef undanfarið verið að heyra frá mörgum krökkum sem eru í hestum að þeir krakkar sem eru að keppa séu bara snobbaðir og leiðinlegir og viti ekkert um hesta því þeir láta nú öruglega allir kaupa handa sér bestu hestana og láta síðan mömmu og pabba eða fagmenn um að þjálfa (þetta er kanski dáldið ýkt, þótt þetta sé skoðun sumra þá eru kanski ekki allir sem meina allt þetta, en samt sumt af þessu)
En allavega, pointið mitt er að jú, ef krakkar eru að fá bestu hestana keypta undir -afsakið- rassgatið á sér og þjálfa ekki sjálfir, fara aldrei og moka skítinn undan hestinum sínum, heldur láta bara sjá sig í keppnum og halda síðan að þeir séu rosa hestamenn, þá finnst mér það rangt. Mjög vitlaust og rangt!
En það eru líka til krakkar eins og td. ég; Ég keppi oft og fæ góðan stuðning hjá foreldrum mínum þótt í raun bara “fóstur mamma” mín (ég á dáldið bágt með að kalla hana það greyið, það er eins og hún sé vonda stjúpan en það er alls ekki þannig, bara veit ekki how else to put it… héðan í frá heitir hún Björk, ég skrifaði bara fórsturmamma svo þið vissuð “hver hún er” eða þanig) sem er í hestum og pabbi minn svona já… hann fer bara á bak í leitunum í sveitinni og þannig. En hann hjálpar mér þó samt með það að koma hesti á mótsstað og með að gera mig klára fyrir keppni og styðja mig sem ég met til mikils!
Hún Björk, sem sjálf er í hestum og alin upp í sveit þar sem hún og systur hennar gerðu varla annað en að fara á bak á alls kyns hesta bæði truntur og gæðinga, hún hjálpar mér með að kenna mér hluti þegar við förum í útreiðartúr, hjálpa mér ef hestur er erfiður hjá mér, bindur sig, hrekkir, eða hvað annað sem getur komið uppá, þá hjálpumst við að með að leysa vandamálið. Ef hún lendir í einhverju, leitar hún líka stundum til mín, því það skaðar jú aldrei að fá gott ráð. En það sem ég ætla í raun að segja með þessu öllu er, að þótt ég geti keppt á þokkalegum hestum, sem kanski eru svona þokkalegir bara hjá mér eða vegna þjálfunar minnar, þá finnst mér mjög sorglegt þegar fólk dæmir mig fyrir að vera ofdekruð og vita öruglega ekki rass um hesta og blabla…. þið vitið. Því hvað veit fólk í raun um það??
Þegar ég segi við einhvern að þessi og þessi sé svona og hinseigin, er það alltaf vegna þess að ég VEIT það, ég hef séð td. mömmu hans og pabba vera að þjálfa og veit að manneskjan fer kanski rétt svo einu sinni í viku á hestbak! Ég dæmi ekki nema ef ég hef heimildir fyrir því, og þessvegna vil ég ekki að fólk sem þekkir mig ekki sé að dæma mig!
En nú spyr ég ykkur; Er ég bara snobbhæna eins og sumir? Eru keppnir bara fyrir fólk sem hefur þörf fyrir að sýna sig? ég viðurkenni samt alveg að ég hef mjög gaman af því að sýna hest sem ég hef náð mörgu góðu út úr sjálf og kennt honum margt, þá finnst mér gaman að “sýna” mig og hann því ég er stolt af verki mínu.
En er það virkilega "slæm sýndarmennska?
Á maður ekki rétt á að sýna hvað maður getur eins lengi og það er ekki á fölskum forsendum???
Ja ég bara spyr……
Ps. ekkert í þessari grein er ílla meint, ég er mikil trúmannsekja á það er hver hefur leyfi til að hafa sína skoðun þannig að þið megið alveg hafa ykkar, þótt mér finnist eitthvað annað. :)