Við eigum sveit á Fljótshlíð með u.þ.b. 40-50 hestum og þar á meðal er hesturinn sem ég kalla hestinn minn, hann Árjarpur. Hann er frábær töltari og manni líður eins og maður sé fljúgandi á skýi.
(hann er mjög vinsæll í hestaferðum). Hann er svo passlega viljugur og maður vill helst aldrey fara af baki. :)
Ég fór í mína fyrstu hestaferð núna í sumar og það voru bestu dagar lífs míns !!! (þ.e.a.s. nema síðasta daginn) þá voru ormir soldið aumir í rassinum. En það voru margir sem öfunduðu mig MJÖG MIKIÐ sem voru bara á eintómum brokkurum og var það oft sagt hvað hann Árjarpur tölti alveg rosalega vel! En það besta við þessa ferð var það að hann varð svo hænur að mér eftir þessa ferð. Frænka mín fór á hann en hann henti henni af baki, svo fór önnur frænka mín en hún treisti sér ekki til að vera á honum svo hann var bara teymdur alla ferðina:( En svo um leið og ég fer á hann er hann ljúfur sem lamb!(: Það er bara verst að hann fælist svo rosalega í borginni svo ég get ekki tekið hann í bæinn svo ég verð að sætta mig við það að lifa liggur við á bakinu á honum um helgar í þeirri von um að reyna að fá mömmu og pabba til að leyfa mér að búa þarna á sumrin!!! Þð væri nú alveg ágætt !