Rauður litur getur verið býsna fjölbreytilegur, allt frá fölrauðu sem nálgast bleikt yfir í sótrautt. Litur á faxi og tagli getur verið með ýmsu móti, oft svipað og búkurinn en einnig ljósara, glófext.
Hófar eru dökkgráir.

Bleikt er ljósara en rauði liturinn, munurinn er sá að húðin er ljós á bleikum hestum, sömuleiðis nasavængir, flipi og hófar.

Leirljóst er meira gulleitt. Einkenni leirljósra hesta er að þeir eru með því sem næst hvítt fax og tagl.

Brúnn litur getur verið frá ljósbrúnu yfir í tinnusvart. Folöldin eru oft grábrún en dökkna með aldrinum. Fax og tagl er oftast eins og búkurinn.



Mósótt er öskugrátt eða dökkstálgrár. Fax, tagl og hófar eru dekkri en bolurinn.

Jarpt getur verið rauðjarpt, korgjarpt (með hringjamynstri), dökkjarpt og botnjarpt. Fax, tagl og hófar eru oft dekkri en bolurinn.



Bleikálótt hross eru dökkbleik á bol og með nær svarta mön í faxi, eftir hrygg og í tagl (mön er línan sem liggur eftir endilöngum hestinum ofan á hryggnum og má sjá litamun á hestinum í sumum litaafbrigðum). Fætur eru oftast dekkri og hófar eru dökkir.

Moldótt hross eru breytileg að lit, frá gulu, nær hvítu til dökkjarps (höfuð eða snoppa gulleit) en ávallt með dökkt fax, tagl og fætur.

Móvindótt er milli mósótts og brúns. Fax og tagl oftast silfurgrátt. Rauðvindótt er einnig til.
Hvít (albínóar) eru litlaus hross, hringeygð, glaseygð eða rauðeygð.

Þessir litir sem taldverið upppgeta verið einlitir en skjótt, blesótt, stjörnótt, nösótt, tvístjörnótt og sokkótt getur fylgt þeim öllum.

Grátt getur komið fyrir með öllum litunum, folaldið fæðist með eðlilegan grunnlit en smám saman fara hvít hár að koma fram og að lokum hverfur grunnliturinn og hrossið verður hvítt.

Litförótt getur að öllum líkindum fylgt öllum ofangreindum litum. Sá litur kemur fram við það að hvít hár koma í blöndu við dökk hár úr grunnlit. Mest ber á hvítu hárunum í vetrarfeldinum, og þá eru þessi hross grá á lit til að sjá en á vorin dökkna þau mikið við að ganga úr hárum, kemur grunnlituinn þá oft lítið breyttur fram.

Þessar upplýsingar eru fengnar www.abchestar.is en þar er eitthvað efni um hesta.