Eitt sem hefur alltaf pirrað mig er að þýða greinar um hesta. Af hverju? Jú, það eru einfaldlega of mörg orð og hugtök sem einfaldlega hafa ekki verið þýdd yfir á okkar áskæra, ylhýra tungumál. ;) Nú er ég enginn ofstækisfullur málverndarsinni en grein sem er hálfpartinn á ensku og hálfpartinn á íslensku er bara eitthvað sem ég get ekki hugsað mér að skrifa né lesa. Þess vegna langar mig svoldið til að leita í orðabanka meðhugara minna og vita hvort þeir viti um einhverjar sniðugar þýðingar á sumum af þessum orðum sem eru þjál og rökræn. Eitthvað sem maður getur hugsað sér að nota í venjulegu talmáli. Ég ætla að flokka niður orðin eftir því hvað þau standa fyrir og ef þurfa þykir mun ég bæta við frekari útskýringum. Þetta þurfa ekki að vera beinar þýðingar (eins og “fjórðungshestur” fyrir “Quarter Horse”.. frekar hallærislegt ;)).

.-' Hestakyn ‘-.
Núna styð ég alls ekki þýðingar á sérnöfnum yfir í íslensku og sum hestakyn sem að hafa þannig nöfn (eins og Morgan) sem mér persónulega finnst að ætti ekki að þýða. En þegar nöfnin eru byggð á hvað hestakynið gerir og annað slíkt tel ég það vera allt í lagi, svona til hægðarauka. ;)

Thoroughbred
Quarter Horse
Arabian
Warmblood (yfirheiti margra tegunda)
Standardbred
Gypsy Vanner
Hotblod (cold blod eru dráttarklárar, hotblod þeir sem sverja sig í ætt við þann arabíska, léttbyggðir og yfirferðameiri. Ekki það mikilvægt hugtak)

Þetta eru örfá nöfn, endilega bætið við ef þið viljið leggja til nöfn á öðrum tegundum. :)

.-’ Keppnisgreinar '-.

Dressage (Franska og þýðir “þjálfun”)
Hunter Jumper (svipað og hindrunarstökk nema “lúkkið” skiptir meira máli í þessu)
Cross Country (víðavangs-hindrunarstökk)
Eventing (keppt í Dressage, hindurnarstökki og Cross Country, svona bland í poka)
English Pleasure (Ensk gleði! úje! neinei.. þetta er svona “útlitsgrein” veit ekki of mikið um hana)
Western Pleasure (Kúrakeaútgáfan af allri þessari gleði… virðist vera keppni í hversu hægt hesturinn þinn kemst og hversu vel þú klæðir þig og brosir (svaka gleði, er það ekki?))
Western (mér finnst “kúreka”-eitthvað hljóma AFAR illa. ;))
Barrel Racing (hlaupa í allskonar munstur í kringum tunnur)
Reining (viss mynstur sem þarf að ríða sem réttast, hlýðni og hversu auðveld stjórnun hestsins aðallega dæmd.)
Cutting (Sveifla kaðli og handsama kálfa.. eitthvað í þá áttina)

Ég ætla að stoppa núna. Sjá hvernig þetta gengur og ef að þið eruð koma með einhver brilliant orð þá reyni ég auðvitað að finna eitthvað meira. ;)
=)