En þó tók ég eftir einni umræðu á Eiðfaxa.is eftir landsmót þegar talað var um sjónvarpsútsendingar frá landsmótinu og deildu ýmsir um hvort þessi mót okkar væru “sjónvarpsvæn”. Sumum fannst þetta fínt framtak en aðrir sögðu að þetta hefði verið hálf leiðinlegt.
Nú sá ég ekki þessa útsendingu en þó að ég sé hestamanneskja þá efast ég stórlega um að ég hefði getað endst eitthvað fyrir framan kassann. Og af hverju? Ég endist ekki einusinni út í brekku. Mér finnst þetta keppnisform alveg steingelt og hundleiðinlegt að horfa á. Ég hef verið mikið í Víðidalnum og riðið framhjá vellinum þegar keppni er í gangi. Stundum stöðva ég og reyni að horfa á en ég gefst upp mjög hratt sökum leiðinda. Ég kann ekki reglurnar nógu vel og mér langar ekkert sérstaklega að læra þær en ég verð bara að segja að keppnir þar sem dómar byggjast á áliti og stöðlum sem reynt er að ná eru ekki nærri því eins og þær sem byggjast á staðreyndum. Ef ég horfi á fótbolta veit ég hvort liðið er með forskotið. Auðvitað það sem hefur fleiri mörk. Sama gildir um veðreiðar þar sem fólk veit að sá sem kemur fyrstur í mark vinnur.
En af hverju eru engar þannig keppnisgreinar í hestamennsku hér á landi? Ég veit að það er hægt að keppa í hindrunarstökki og veðreiðum en maður heyrir ekkert um það og fær yfirleitt bara nöfn á blaði. Það eru svo rosalega margar greinar sem hægt er að keppa í hér á Íslandi eins og þolreiðar (endurance riding), eventing (hindrunarstökk, dressage og “cross-coutrny”), polo (varð að hafa það með ;)) og svo gætum við auðveldlega heimfært einvherjar af kúrekagreinunum eins og “barrel racing” og svo auðvitað mitt þróað einvhers konar grein þar sem það þarf að smala rollum/kúm/geitum eftir einhverri braut. En hvað þarf maður að gera til þess að fá meira “action” á vellinum og meiri fjölbreytni?
Við eigum svo stórt land og samkeppnin getur ekki annað en verið jöfn því við höfum jú bara eitt hestakyn hér. Við höfum engu að tapa og allt að vinna! Fleiri keppnisgreinar sem byggja á staðreyndum og samvinnu hests og knapa!
P.S. Endilega verið sammála eða ósammála. Ég elska líka rök. =D
=)