Svona mestalla hestævi mína hef ég haldið til í Fáki og tel mig þekkja reiðleiðir þar nokkuð vel. Ákvað bara að pára eitthvað niður um það sem ég þekki frá eigin reynslu í þetta skiptið. Svona áður en ég fer að bulla um eitthvað annað. ;)

Rauðhólarnir: Að taka svona “klassískan” rauðhólahring tekur mig svona í kringum 40 mínútur. Það er hægt að velja óteljandi slóðir þar og persónulega get ég alltaf fundið einhvern nýjan slóða til að auka fjölbreytnina þegar égfer þangað. Reyndar hef ég farið þar svo oft að ég þarf á því að halda. ;)

Rauðavatnið: Þetta tel ég vera leiðinlegustu leið í nágrenni Fáks. Tekur um 40 mínútur. Reyndar er leiðin slétt og fín ef maður er að vinna í hrossinu sem maður er á. Þó finnst mér leiðin bara svo hræðilega tilbreytingarlaus að ég forðast að fara þangað nema að ég sé að fara með einhverjum öðrum.

Elliðardalurinn: Er ekki alveg með tímann á tæru en það fer reyndar allt eftir því hversu langt er farið. Þetta er fín og bein leið ef maður er að vinna í hrossinu og ágætt að fara þangað. Vel hana þó aðeins ef ég er að vesenast eitthvað í hrossunum sem ég er á. ;)

Elliðavatn: Svona yfir einum tíma uppí tvo, eftir því hversu hægt er farið. ;) Yfirleitt hef ég reynt að byrja að fara Vatnsendamegin því að mér finnst ekki gaman að vera þarna í miðju íbúðarhverfi. En þegar maður er loks komin Reykjavíkurmeginn (hliðið ;)) er þetta bara mjög fín leið til að vera á.

Elliðavatn með heiðmörkinni: Þá er farið beint upp af Elliðavatnsbænum (stígurinn sem liggur beint framhjá réttinni) og eftir vegi þónokkurn spöl. Vægast sagt á ég erfitt með að lýsa leiðinni en hún liggur í gegnum heiðmörkina og endar svo vatnsendameginn við Elliðavatnið. Fór þarna yfirleitt á um 2-3 timum og fannst þetta alveg æðisleg leið. Var reyndar farin að ofnýta hana örlítið. *vandræðalegt hóst*

Rauðavatnshálendið: Ég er ekki alveg viss hvað þetta svæði heitir en þetta er svæðið fyrir ofan Rauðavatnið. Það er ómögulegt að gefa upp einhverja tíma þar sem það eru svo rosalega margir stígar til að velja, fer allt eftir því hversu langt maður vill fara. Það er frekar bert þarna uppi og oft napurt og þegar maður fer enn ofar sleppur maður oft við þennan leiðindar umferðarnið. Yfirleitt er fátt fólk á ferð þarna og alveg frábært að vera þarna einn. :)

Aðrir slóðar: Ég hef svo einusinni farið til hesthúsanna í Kópavogi (man ekki nafnið, sorrí) sem liggur framhjá Heimsenda. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það heldur leiðinleg leið og mun ekkert vera að fara þangað aftur í bráð. Svo fór ég einhverjar villur uppá Rauðavatnshálendinu, kom niður hjá Reynisvatni og fór eftir Vesturlandsveginum heim. Og villtist í fyrsta skiptið á hestbaki! Þarna hjá þessum risamoldarbletti milli Árbæjarins og Kristnihverfisins (sést frekar vel). ;) Það var samt ansi gaman á leiðinni heim. Kannski vegna þess að ég hafði aldrei farið þarna áður.

Þetta eru svona þær leiðir sem ég hef eitthvað verið á hér hjá Fáki. Þekki því miður ekki önnur svæði. Ef þið vitið um eitthvað meira megið þið endilega bæta við þetta. Ég er meira en til í að kanna nýjar slóðir þegar ég loksins næli mér í hest. ;)

Í hverskonar landslagi finnst ykkur annars skemmtilegast að ríða út í? Mér finnst skógar alveg æðislegir og væri meira en lítið ánægð ef að við fengjum einhverja reiðstíga milli trjáa. Að vaða er einnig fínt ásamt því að stelast útaf stígunum þar sem lúpínur eru. Það getur enginn kvartað yfir ómetanlegu tjóni þar. ;)
=)