Hvernig væri nú að fara að hugsa aðeins betur um öryggi hestanna okkar?
Það er ekkert erfitt. Ég hef séð og heyrt nokkra hræðilega hluti tengda hestamennskunni í gegn um tíðina.
Um daginn lenti ég í því að fara að smala með nokkrum kunningjum mínum til þess að ná í hest sem hafði flækt sig í gaddavír.
En það sem verra var var að þessi hestur var hræðilega illa út leikinn. Hann hafði verið að reyna að losa sig úr gaddavírnum og hlaupandi út um allt þannig að þegar að við vörum búin að setja hann inn í gerði þá var hann með nokkura sentimetra breitt sár alveg inn að beini allan hringinn.
Það var hræðilegt að sjá þetta, í rauninni þá hef ég aldrei séð annað eins. Hvernig á það að geta gengið að hafa hestana í beit á túni sem er upp fullt af gaddavírsbútum eins og í þessu tilfelli?
Svo getið þið lesið álíka ógeðslega sögu
<a href="http://www.hugi.is/hestar/greinar.php?grein_id=40357">hér</a>.
Þetta gengur ekki svona hestamenn verða að hugsa betur um eigur sínar og sérstaklega hestana.
Ég vona að þið eigið eftir að taka þetta til skoðunar og ég vona svo sannarlega að þetta eigi ekki eftir að koma fyrir eitthvert okkar.
Kv. Sorgartigris