Jæja kæru hugarar, þá er helsta viðburði ársins lokið.
Landsmót hestamanna var slitið þann 7. júlí um sexleitið og hægt er að fullirða að allir hefuð viljað hafa það lengra.
Þvílík skemmtun.
Á minni löngu æfi hef ég aldrei vitað annað eins. Um 1000 hestar tóku þátt á þessu 15. landsmóti sem haldið var eins og flestir vita að Vindheimamelum. Landsmót hestamanna byrjaði snemma eftir að Íslendingar fengu fullveldi eða árið 1950 en þá var fyrista landsmót hestamanna haldið í þjóðgarinum Þingvöllum, síðan hafa verið haldin 15 landsmót eins og áður kom fram.
Ekki er hægt að segja annað en að þetta landsmót sé eitt það velheppnaðasta frá byrjun og þá er lítið sagt. Þetta var til fyrirmyndar fyrir alla Íslendinga, orð fá ekki líst hversu ánægður ég er með þetta landsmót.
Eins og ég sagði þá tóku þátt um 1000 íslenskir gæðingar hver öðrum betri. Að mínu mati og sennilega margra annara var þó
Glampi frá Vatnsleysu hesturinn sem að stóð uppúr.
Þvílíkur hestur, fótliftan yfir 90 gráður og framgripið ægilegt enda hafði brekkan varla augun af honum og mikið var klappað fyrir þessum gæðingi sem er orðinn 14 vetra gamall.
Ég skrapp á landsmót á föstudeginum og var þangað til á sunnudag tók um hundrað myndir enda mikið að sjá.
Ég ætla að reyna að senda inn myndir af landsmótinu þegar mér gefst tími til.
Ég get ekki sagt annað en að þið sem að ekki voruð þarna misstuð af miklu.
ÞVÍLÍIK STEMMMING!!!
Úrslitin eru <a href="http://skagafjordur.com/landsmot/docs/urslit.htm">hér</a>
Afsakið lélega grein.
Tígurinn.