Helvítis flugan! Ekki nóg með það að flugan sé að gera útaf við okkur landsmenn heldur er hún líka að gera vesalings dýrin okkar brjáluð.
Við sóttum hestana okkar í þessari viku og færðum þá á minna stykki, þar sem við vorum í sumarbústaðnum og vildum hafa hestana nálægt okkur svo við gætum nú dekrað við þau á meðan við værum þarna.
Mýið hékk í hestunum og þá aðalega í eyrunum á þeim þannig að þeir voru alltaf að hrista sig klóra sér.
Natan gamli hesturinn hans pabba er orðin 30 ára gamall, þegar hann var trippi var hann tekin og hann eyrnamerktur, eftir það eða í um 30 ár hefur ekki mátt snerta á honum eyrun, en núna er mýið búin að gera sér glaðan dag og gjörsamlega lifir í eyrunum á honum, svo vesalingurinn er farin að koma til mans og biðja um klór inni í eyrunum.
Ég kíkti í eyrun á honum sem voru öll vaðandi í sárum og blóði, ég náði að kroppa nokkrar dauðar flugur úr eyrunum á honum, til að minka þetta aðeins.
Síðan prufaði ég að setja flugnagel í eyrun á honum, sem reyndar er ætlað mannfólkinu og það þrælvirkaði! og mikið fanst honum það gott að fá smá klæjupásu! Þetta er Johnson gel í svona litlum spray brúsa og það stebdur OFF á honum og hann fæst í veiðivon.
Það var frekar furðulegt að flugan var ekki svona mikið innæi eyrunum á hinum hrossunum, bara þeim gamla.
Er til eitthver svona flugnafæla fyrir hross vitið þið það?