Komnir út í sumarið :) Í gær fórum við og sleptum hestunum loksins :)
Byrjuðum á því að fara með hestana mína uppí borgarfjörð. Greyið merin mín er svo skíthrædd í kerru að hún lemur og lemur og svitnar eins og brjálæðingur. Klessir sér síðan upp við hinn klárinn svo hann stígur á lappirnar á sjálfum sér. Þannig að næst fer hún pottþétt ein í kerru!
Mikið voru þau nú fegin að komast í grasið, hoppinn ætluðu aldrei að hætta :)
Síðan fórum við og náðum í Natan, mikið var hann feginn kallinn, hljóp liggur við uppí kerruna, vissi sko alveg hvað var að fara að gerast :)
Síðan þegar við vorum komin með hann uppeftir voru hestarnir mínir horfnir, rosalega stórt stykki sem þau hafa, þannig að við ætluðum að fara og leita af þeim bara til að Natan þyrfti ekki að vera einn :) Svo fundum við þau í ágætis fjarlægð og viti menn, Natan hljóp þangað! Það er kanski ekki merkilegt nema það að hann er 30 vetra kallinn! Það er svo æðislegt að sjá hann á sumrin, hann breytist í algjört unglamb :)
Svo ætlum við kærasti minn að kíkja á þau á morgun ef við finnum þau :)