Jæja þá fer að koma að því… Landsmót hestamanna er á næstu grösum.
Datt í hug að skella hingað inn sögu landsmótsins sem mér finnst dálítið fræðandi. Fann þetta á <a href="http://skagafjordur.com/landsmot/“>síðu</a> landsmótsins.
——-
Landsmótið 2002 á Vindheimamelum er 15. Landsmót hestamanna sem haldið verður.
Landsmót hestamanna er hápunktur Íslandshestamennskunnar í heiminum, hvergi koma saman jafn mörg og góð hross eins og þar. Kynbótahross, gæðingar, kappreiðahross, tölthross og börn og unglingar á glæstum gæðingum þjóta um vellina.
Að auki er í boði fjölbreytt dagskrá á Landsmótum, kvöldvökur, dansleikir, ýmis fyrirtæki tengd hestum og hestamennsku bjóða fram þjónustu sína og mannlífið er iðandi. Það er upplifun sem lætur engan ósnortinn, jafnt hestamenn sem og aðra, að koma á Landsmót, mannmergðin og fjöldi og gæði hrossanna verður til þess að sá sem einu sinni kemur vill alltaf koma aftur. Gestirnir skipta þúsundum, bæði Íslendingar svo og aðdáendur og eigendur íslenska hestsins erlendis frá.
Á Landsmóti 2000 tóku þátt um það bil 1000 hross og hefur það aukist jafnt og þétt frá fyrsta mótinu árið 1950 þar sem öttu kappi 133 hross.
Saga landsmótanna nær aftur til 1950 þegar fyrsta landsmótið var haldið á Þingvöllum. Þar voru sýnd 133 hross, kynbótahross, gæðingar og kappreiðahross. Á þeim tíma var aðeins keppt í einum flokki gæðinga sem var flokkur alhliða gæðinga, auk kappreiða og kynbótasýninga.
Eftir það voru haldin Landsmót á fjögurra ára fresti, allt þar til að á ársþingi Landssambands Hestamannafélaga 1995 var samþykkt að halda Landsmót á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem haldið var eftir þeim reglum var Landsmót í Reykjavík árið 2000. Þetta er sem sagt í annað skipti sem aðeins líða 2 ár á milli Landsmóta.
Landsmót hestamanna er nú haldið í 5. skipti í Skagafirði. 1966 var það haldið á Hólum í Hjaltadal og árin 1974, 1982 og 1990 á Vindheimamelum.
——-
——-
Ýmsir sniðugir linkar
<a href=”http://skagafjordur.com/landsmot/dagskra.htm“>Dagskráin</a>
<a href=”http://skagafjordur.com/landsmot/verd.htm“>Verð skrá</a>
<a href=”http://skagafjordur.com/landsmot/skemmtun.htm"> Skemmtun</a>
——-
Mig gjörsamlega dauðlangar, hef einu sinni farið og það var á landsmót '98 á Melgerðismelum og það var pottþétt einn sá skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað. Og ekki spillir fyrir að Stuðmenn sjá m.a um skemmtunina í ár, alger snilld !
Ég ætla að reyna að fara í ár en veit ekki hvernig það verður :-(
Hvað með ykkur ? Á að skella sér ? Þá ríðandi eða keyrandi og eru kannski einhverjir að fara að keppa eða sýna ?
Kv. catgirl