Sumartíminn Jæja þá er sumarið komið, tími endalausra biða eftir að merarnar kasti, tími blíðunar til að fara á bak og tími til að taka inn hjá mér :o)
Já betra er seint en aldrei og það ætla ég að virða með því að taka inn merina mína nú í vikunni.
Ég veit að þetta er tíminn sem flestir hestamenn setja út, en ég hef snúið því við og gert blíuna að mínum tíma til að fara á bak.
Nú er ég laus úr skólanum (í bili :o( ) og vinnan tekur við.
Sem betur fer er enginn heimalærdómur í vinnunni svo ég ætla að reyna að fara á bak á hverjum degi (7, 9, 13).
Ég var líka búinn að lofa að lána merina á reiðnámskeiðið sem ég talaði um í fyrri grein frá mér.
Vona bara að mér takist að koma bykkjunni í form.
En hvernig er það, fáið þið einhver folöld?
Við fáum engin þar sem gamla pakkið (mamma og pabbi) seldu hesthúsið, en það er svona allt í lagi þar sem ég hef fengið nokkur boð um pláss. Bara slæmt að hafa ekki svona sitt eigið hesthús.
En sem betur fer fær bróðir minn folöld svo ég get fengið að skoða þaug.
En ég vill ekki drepa ykkur úr leiðindum (þaug sem hafa lesið þetta langt) svo ég segji bara.

Takk fyrir mig. (ekki þig mig)
Takk fyrir Tígurinn