Dýnur Jæja þar sem þetta áhugamál er búið að vera of lengi í dvala fanst mér ég bara verða að gera eitthvað í þessu.
Ég fór að hugsa um hvað ég gæti nú talað um og datt þetta í hug, dýnur. Dýnur hafa ekki verið mikið í umræðunni og fannst mér tilvalið að koma með eitthvað nýtt eins og dýnur.
Bróðir minn keypti sér dýnu fyrir ekki svo löngu síðan og líkar vel við. Ég sjálfur hef aldrei setið í dýnu en langar það rosalega mikið. Það fáa sem ég veit um dýnur er að þær eru léttar og því tilvaldar í kappreiðar.
Sigurbjörn Bárðarson hefur með hjálp góðra manna þróað fyrir töltheima “Diddadýnuna.”
Hún er mjög falleg og fer vel á hvaða hesti sem er.
Hér er það sem sagt er um Diddadýnuna í auglýsingu frá töltheimum.

“Diddadýnan er hönnuð af Sigurbirni ”Didda“ Bárðarsyni og hefur hann notað hana með frábærum árangri við þjálfun og keppni. Dýnan er með ístaðsólafestingum og gjörð. Stoppuð með mjúkri dýnu og með góða hnépúða. Þessi nýja útfærsla er með tvöföldu lafi og Prolite undirdýnu.”
Til eru margar fleiri dýnur og eins fjölbreyttar og tegundirnar eru margar, en það sem er eitt það besta að mínu mati er hvað þær eru þunnar og hefur því knapinn mun meira samband við hestinn og gengur þá þjálfun in betur.
Maður er að ég held ekki jafn stabíll í dýnum en það er af hinu góða, því þá æfist maður í að halda jafnvægi á hestinum.

Tigris88 þakkar fyrir sig.

Elvis has left the house.