Þegar ég var lítil fengum við okkur hest sem við skírðum Lúkas. Lúkas var mikill barnahestur og var mjög gæfur. Þegar við fengum hann var hann 10 ára. Ég fór strax á reiðnámskeið með hann og hann var stilltasti hesturinn á námskeiðinu. Á námskeiðinu áttum við að gera jafnvegisæfingar með því að standa á hestinum. Lúkas var svo hlíðinn að ég gat alveg staðið á honum án þess að einhver héldi í hann. Eftir hvern tíma á námskeiðinu gaf ég honum alltaf hestanammi til að sýna honum hvað hann væri duglegur. Lúkas var svartur með hvítan depil á bakinu og í hvítum sokkum. Hann var ekkert smá fallegur, eftir nokkur ár var hann orðinn svo gæfur að hann gekk til manns þegar maður kallaði á hann og þegar maður sagði honum að stansa þá stoppaði hann strax. Lúkas var 22 þegar hann dó, seinustu mánuðina hafði hann verið svo veikur að maður var næstum farinn að gráta þegar maður sá hann. Pabbi sagði mér að við þyrftum að lóa honum því að hann væri svo veikur og ég varð mjög leið. En nú skil ég það því ekki vildum við láta hann kveljast. Ég mun alltaf sakna Lúkasar. *