Hæ Hestafólk !
Ég er mjög áhugasöm að vita hvernig málum er háttað hérna á Reykjavíkur svæðinu. Er mikið um að vera í hestamennskunni ?
Ég hef alla ævi verið mikið fyrir hesta en hef átt erfitt með að stunda hestamennsku vegna hræðslu. Mín fyrstu kynni af hestum voru ekki sérlega góðar en ég hef alla tíð þráast við og er nú loksins farin að geta riðið út án vandamála. Ég hef aðalega riðið út út á landi en ég bý sjálf hér í Reykjavík og það nánast alveg í Víðdalnum. Ég þekki engan í hestum hér í bænum og væri þakklát fyrir smá leiðbeiningu hvernig þessum félögum er háttað eins og t.d. Fák. Verður maður að hafa Hesta hér í bænum til að gerast meðlimur ? Verður maður kannski að vera efnilegur knapi til að passa inn í þann hóp ? Ég er eitthvað allt annað en góður knapi en ég hef áhuga og einstaklega gaman af þessu. Það væri gaman ef einhver gæti upplýst mig um þessi mál. Manni finnst hálf kjánalegt að hringja í Félögin og spyrja eins og álfur.

Með fyrirfram þökk :)
Tjally