Það er fólk sem að tálgar af hófum hesta sinna þannig að ef hófbotninn er snertur má finna púls hrossins. Þetta fólk gerir hestunum þetta til að vinna í ákveðinni keppnisgrein.
Svo er fólk sem setur sýru rétt fyrir ofan hófinn svo að hrossið sé hágengara.
Eru það góðar aðferðir?
Diddi notar kannski ekki svona aðferðir, en hann virkar oft á mig sem grófur knapi.
Ef að knapi þarf að nota ótta til að stjórna hrossinu er hann lélegur. Ef að annar knapi hefur traust hestsins er hann góður. Maður á ekki að þurfa að kúga hross til að fá þau til að hlýða. Hross sem treysta manni ekki og má heldur ekki ekki treysta eru als ekki góð hross.
mig náði að lýsa þessu ágætlega, mörkunum milli ofbeldis og ögunar. Allt sem gert er í reiði, vegna pirrings eða af skyldum tilfinningum er ofbeldi. Og svo kemur inní hvort hesturinn sé að skilja knapann og hans vilja yfir höfuð. Allar refsingar vegna skilnigsleysis virka ekki og vekja bara upp mótþróa eða hræðslu. Refsingar/ögun og allt það er örugglega eitt það flóknasta að framfylgja og ná fram. Hesturinn er fljótur að hugsa um eitthvað annað en það sem hann gerði og ef refsing kemur þegar hann er byrjaður að hugsa um eitthvað annað er sú lexía farin fyrir bí og farin að gera ógagn. Þess vegna ætti að reyna að forðast að nota refsingar og taka upp þolinmæði og að verðlauna.
Og “hestamál” er háþróað mál. Þið heyrið það kannski ekki vel en ef þið fylgist með hestunum ykkar þá getið þið kannski lært eitthvað, svona eins og nokkrar setningar og slíkt. Málfræðin er ekkert gasalega flókin. :-) Og því miður getur hesturinn ekki skilið ykkar tungumál, þið verðir víst að tala þeirra mál. Tsk! ;-)
Og það sem einvher sagði að ekki mætti líkja börnum og hestum saman…. Aðferð sem var upphaflega þróuð á höfrunga og var tekin upp af hundaeigendum er orðin rosa trend í kennslufræði. Þannig að jú, kennslu hrossa og manna má líkja saman. Ofbeldi skapar ótta bæði hjá dýrum og mönnum. Og að skíra út fyrir fimm ára krakka er gleymt MJÖG hratt. Þess vegna verður að fara ofan í hegðunarmunstrið og breyta því til samræmis við það sem maður vill ná fram. Það virkar á menn og dýr, það hef ég séð sannað margoft. :-)