Talið er að um leið og ístöð hafi verið fundin upp hafi íþróttir sem svipar til polosins sprottið upp. Þar sem íþróttin reynir mikið á styrk, snerpu, hraða og hlýðni hesta ásamt því að vera hröð og spennandi var þessi íþrótt líklegast góð þjálfun fyrir hermenn. Fyrsta keppni sögunnar sem vitað er um fór fram milli Persa og Túrkemenista og unnu má til gamans geta að Túrkemenar þann leik.
Um 1800 uppgötvuðu Bretar þessa íþrótt í Indlandi sem hafði verið leikin um alla Asíu síðastliðin 2000 ár. Það var reyndar ekki fyrr en um 1850 sem að bresak riddaraherdeildin skóp fyrstu reglurnar og um 20 árum síðar hafði þessi íþrótt náð geysimiklum vinsældum í Englandi. Nú í dag hefur hún aukið vinsældir sínar enn meira og finnst í flestum löndum.
Þessi íþrótt er líkamlega erfið fyrir hrossin og jafnast leikvangurinn á við tíu fótboltavelli. Fjórir eru í hverju liði, tveir framherjar, einn miðvallarmaður (sem er yfirleitt hæðst metni leikmaður hvers liðs) og jafnframt varnarmaður. Keppt er í lotum, mismunandi eftir styrkleika liðanna en algeng tala er 6 hjá atvinnumönnum. Keppt er í 7 til 7½ mínútur í senn og er stutt hlé eftir hverja þar sem yfirleitt er skipt um hross. Atvinnumenn nota allt að eitt hross fyrir hverja lotu eða i kringum sex hross! Kylfuna ber alltaf að hafa í hægri hendi þó að undanþágur séu veittar fyrir örvhenta. Hana má aldrei sveifla yfir né undir hesta andstæðinganna. Einnig hefur polo vissar “umferðarreglur” sem eiga að koma í veg fyrir að keppendur stökkvi fyrir hvorn annan og skapi þannig slysahættu. Ef að einhver ríður svo að hætta skapast getur sá hinn sami fengið refsinguna “Hættuleg reiðmennska” sem er bein þýðing úr ensku. :-P
Tveir dómarar ríða inni á vellinum og einn annar situr fyrir utan og sker úr um ágreining vallardómaranna tveggja. Ef að mark er skorað er skipt um vallarhelminga til að jafna út mismuni vegna veðurs, grasflatar ðea hvað sem gæti hugsanlega auðveldað öðru liðinu að skora.
Þótt undarlegt megi virðast eru keppnishestarnir oft kallaðir smáhestar (polo ponies) þó að þeir séu vel yfir mörkunum. Þó að ég hafi ekki fundið neina skýringu þá gæti ég trúað að það sé vegna þess að keppnishrossin voru upphaflega mun minni. Þótt ótrúlegt megi virðast spruttu Argentínumann óvænt fram á sjónarsviðið með Criollo-hestakyn sitt og eru nú vinsælustu keppnishestarnir fyrir þessa íþrótt Criollo, Thoroughbred eða blöndur af þessum tveim kynjum. Hraði, snerpa, gáfur, þol, kraftur, hlýðni og áræðni eru allt hlutir sem prýða góðan polohest. Atvinnumenn hafa fúslega viðurkennt að um 80% af getu sinni eiga þeir hestum sínum að þakka.
Er ekki hægt að reyna að spila polo hérna á klakanum? Það væri þess virði að steypa sér í fjárhagslegt hyldýpi til að kaupa sér hest. ;-) Víkingakynið okkar myndi án efa taka þessa íþrótt konunganna með trompi og henda þessum veðhlaupahrossum aftur á hlaupabrautina. ;-P
=)