Ég hef verið í hestum síðan að ég man eftir mér. Amma og afi áttu og eiga hesta. Og þangað til að ég var 5 ára þá var ég alltaf hjá þeim á hverjum degi í hestum. Svo fluttu þau til reykjavíkur (bjuggum öll á höfn) þannig að ég var þar bara á sumrin og alltaf í hestum, þangað til að ég var 8 ára.
Þegar að ég var 8 ára þá var verið að teyma undir mér á nýjum hesti og afi lét mig ekki fá taum ég hélt bara í faxið. En hesturinn sem að ég var á hafði unnið mörg “veðhlaup” og annað, hann var allavegna hraðasti hesturinn sem að þau áttu. Anyways þá slitnaði taumurinn þegar að við vorum á stökki og auðvitað heldur hesturinn að þetta sé hver önnur keppni og rýkur af stað. Ég missti hjálminn í þessu og þegar að ég náði um beislið hjá hestinum var það of seint og ég rýk af. Missti meðvitund í eitthverjar sekúndur og vakna svo.
Ég þorði ekki á bak aftur og sé eftir því enn þann dag í dag af því að það tók mig alveg heil 2 ár að komast aftur í gang.
Svo flutti ég til reykjavíkur þegar að ég var 10 ára og þá byrjaði ég almennilega í hestum. Afi er með hesta á Vatnsenda og ég fékk minn fyrsta hest Grána. Hann er svaðalegur á tölti og ég fór að stúdera hvernig maður kennir betur og svona. Svona gekk það þangað til að ég var 13 ára þá flutti ég til Danmerkur.
Hérna í Danmörku er ég búin að reyna að vera í hestum, en mig langar að vera í Íslenskum hestum og það er svo langt frá þar sem að ég bý þannig að ég hef gefist aðeins upp á því af því að ég er í skóla og vinnu og ræktinni og svo þarf ég að sjá um eigin íbúð osfrv.
Ég á samt enþá Grána á Íslandi og afi hreyfir hann á meðan að ég er ekki á Íslandi en ég hef farið á hverju sumri núna þannig að þá eru það bara hestar og hestar. Bryjaði líka að temja núna fyrir 2 árum og hef verið að lesa mig til um það og svona.
Ég veit ekki alveg hvað ég stefni á það fer í rauninni allt eftir því hvar ég bý, langar að reyna að halda hestum og ég veit að ég á eftir að erfa allt frá afa og ömmu þegar að því kemur en eins og ég segi, ef að ég bý á Íslandi þá verð ég náttúrulega á fullu. En ég reikna ekki með að fara í neinar keppnir eða neitt, langar bara að gera þetta for my own pleasure.
Takk fyrir mig
Danarollan :P