Jæja ég skellti mér á sýninguna sem var núna síðastliðinn sunnudag.
Ég fór á seinni sýninguna sem var klukkan fimm, var mætt um hálftíma fyrr því ég ætlaði nú að vera tímanleg til að finna mér góð sæti og svona en ég sá nú að sú hugsanaháttur gekk ekki því það var allt orðið pakkað í höllinni og heill hellingur af fólki sem stóð við innganginn, í stigunum, á ganginum fyrir framan sætin og efst uppi. Gjörsamlega pakkað !!!
Ég verð nú að segja að mér fyndist allt í lagi að selja eitthvað smotterí inná þessa sýningu og þá bara í þau sæti sem til eru í stað þess að láta fólk standa á sýningu sem voru rúmir 2 klukkutímar og jafnvel með börn sem sáu ekki neitt.
Ef ég hefði vitað af þessu fyrirfram þá hefði ég nú trúlega ekki mætt. Á við bakveikindi að stríða og á mjög erfitt með að standa lengi. Fór með móður minni og bróður og þau entust í um klukkutíma en ég entist í 2. Fór þegar hundaatriðið var búið enda var bakið þá farið að kvarta heilmikið.
En ég sá nú samt ekki eftir því að hafa farið því að krakkarnir stóðu sig mjög vel á þessari sýningu og held þau megi öll vera mjög stolt af sér. Sýningin var í alla staði mjög góð fyrir utan sætavandamálin….
Hvert hestamannafélag sem stóð að þessu var með sitt atriði. Og ég ætla að telja svona helstu atriði sem ég man eftir…
* Sörli var með danspar í sínu atriði.
* Fákskrakkar sýndu litbriðgi hestsins.
* Jóhanna Guðrún söng eitt lag. Ég hef nú lítið heyrt í henni en vá !! hún er með alveg rosalega góða og kraftmikla rödd. Hún á örugglega eftir að gera mjög góða hluti í framtíðinni !!
* 2 systur spiluðu á fiðlu, meðan aðrar 2 systur riðu um höllina.
* Yngstu krakkar hvers hestamannafélags sýndu það sem þau voru búin að læra. Vorum tæplega 40 krakakr.
* Feðgin sem létu hest leggjast á dýnur og breiddu yfir hann, stelpan lagðist líka ofan á hestinn, meðan hann lá. Maðurinn lét hestinn prjóna og setti framlappirnar á axlirnar og lyfti svo hestinum upp að aftan.. það var þrælfyndið ;-)
* Krakkar að æfa að sýna hindrunarstökk og voru 2 lið og verðlaun veitt fyrir það sem vann.
* Grímubúningskeppni þar sem strákur í Screambúningi vann..
* Strákur með hund sinn og hest þar sem hundurinn fór á bak og stökk yfir hestinn og svo framvegis
(það getur hundurinn minn líka *montmont* eða tja gat, hann er orðinn svo gamall núna greyið)
En ég er trúlega að gleyma einhverju og fór líka áður en sýningin var búin svo endilega ef einhver fór, bætið meiru inní ;-)
Kv. catgirl