Þar sem ég hef ekkert að gera þá læt ég þetta bara vaða…
Ég var á hestbaki í dag (gær) með mömmu minni og systir hennar mömmu. Systir hennar Mömmu var sett á hestinn minn til að byrja með.. Svo þegar aðeins var liðið á túrin flaug fugl eða eitthvað úr tré svo hesturinn minn fældist og frænka mín flaug af baki.. Hún neitaði að fara aftur á minn svo mamma skifti við hana um hest.. Mamma fór þá á minn.. Á leiðini til baka ákvað sniðugi hesturinn minn að taka snögga beygju mömmu að óvörum, svo mamma mín flaug af baki! Þær meiddu sig voðalega lítið, bara smá marblettir.. Svo ég má hlæja smá híhí (þó tókst mömmu minni að RISPA sig í gegnum tvær peysur og kraftgalla)
Svo ég fór að rifja upp þegar ég datt fyrst (og mitt eina skifti) af baki. Ég var 8. ára á hestbaki með frænku minni sem er 1 ári yngri en ég. Hesturinn sem ég var á elti bara hestinn hjá frænku minni svo við vorum bara að fara eitthvern smá hring þarna í hverfinu.. Skyndilega fælist hesturinn hennar og tekur á rás.. minn auðvitað á eftir og ég víííí flýg af baki og fór að væla..
Ef þið hafið dottið af baki eitthvertiman, eigið þá eitthverja skemmtilega sögu af því?