Hvernig væri að hestamenn tækju sig saman og hirtu betur hestakerrurnar sínar?
Það er til skammar hvernig sumar kerrur eru.
Ég er ekki að tala um að þeir myndu hreinsa kerrurnar betur eða svoleiðis, heldur að þeir ættu að halda þeim í góðu standi.
Ekki láta vera brotna spítu hér og þar t.d. í gólfinu.
Það er stór hættulegt ef að hestamaður heldur gólfinu á hestakerrunni í góðu stand.
Ég get gefið tvær stuttar dæmisögur um það.
1.Einu sinni voru bræður mínir að labba hjá Esso stöð.
Og þar var einhver snillingurinn með hestakerru og ekki búinn að hirða nógu vel um gólfið í henni.
(Hérna kemur soldið sem er ekki fyrir viðkvæma.)
Niður úr gólfinu sáu þeir hóf á hesti sem hafði greinilega staðið þarna í soldinn tíma því að hófurinn á honum var sundurtættur eftir að hafa rekist í malbikið á leiðinni.
Þetta er ekki í lagi. Hvað eru menn að hugsa?
Ég veit að þetta hefur ekki verið viljandi hjá aumingja manninum en það ætti að skoða hestakerruna áður en maður fer að keyra með hest á henni.
2.Hér endurtekur sagan sig.
Eihver maður er að keyra um í Reykjarvík með hestkerru og hefur greinilega gert sömu mistök og sá fyrri. Þarna lafði löppin á milli hurðarinnar og gólfsins en sem betur fer ekki sundurtættur eins og sá fyrri. Ég held að sem betur fer hafi hesturinn náð að koma löppinni upp aftur. Þar var vel sloppið.
Hvernig myndi ykkur líða ef að þið bæruð sökina á því að það þirfti að aflífa hestinn ykkar? Ég veit að mér myndi ekki líða vel.
Nú rétt í lokin hvet ég ykkur að láta þetta berast og skoða alltaf hestakerrurna sem þið eruð að fara að flytja hestinn ykkar í.
Þið vitið aldrei hvað gerist.
Kveðja Tígurinn