Fyrstu vetrarleikar ársins hjá Gusti fóru fram laugardaginn 16. feb. og var þátttaka mjög góð enda lék veðrið við mótsgesti og keppendur. Keppt var í öllum flokkum og vakti sérstaka ánægju hversu góð þátttaka var í yngri flokkunum, t.d. unglingaflokki. Dómarar voru Snorri Dal og Anna Björk Ólafsdóttir, en úrslitin urðu sem hér segir.
Pollaflokkur:
1. Helena R. Leifsdóttir á Þrym 10v rauðum frá Skáney.
2. Sigrún Gyða Sveinsdóttir á Pjakki 13v jörpum frá Efsta-Dal.
3. Karen Ívarsdóttir á Björt 12v jarpri úr Landeyjum.
Barnaflokkur:
1. Sigrún Ýr Sigurðardóttir á Sörla 10v rauðbles. frá Kálfhóli.
2. Bára Bryndís Kristjánsdóttir á Laska 11v rauðbles. frá Kirkjubæ.
3. Guðný Birna Guðmundsdóttir á Litla-Rauð 13v rauðum frá Svignaskarði
4. Emelía Gunnarsdóttir á Dropa 8v rauðum frá Svínafelli.
5. Guðlaug Rut Þórsdóttir á Krossfara 11v rauðbles. frá Syðra-Skörðugili.
Unglingaflokkur:
1. Hrafn Norðdal á Þór 11v brúnum frá Stóra Dal.
2. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson á Væng 7v brúnskj. frá Köldukinn.
3. Tryggvi Þór Tryggvason á Skrekk 10v jörpum frá Sandfelli.
4. Vala Dís Birgisdóttir á Lýsingi 8v leirljósum frá Hellnatúni.
5. Reynir Ari Þórsson á Baldri 9v jörpum frá Miðey.
Ungmennaflokkur:
1. Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Brynju 11v rauðri frá Skógskoti.
2. Arndís Sveinbjörnsdóttir á Sóma brúnum frá Breið.
3. Berglind Rósa Guðmundsdóttir á Gerplu 6v brúnni frá Svignaskarði.
Kvennaflokkur:
1. Oddný M. Jónsdóttir á Fjöður 15v jarpvind. frá Svignaskarði.
2. Helga Júlíusdóttir á Hrannari 11v jörpum frá Skeiðháholti.
3. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á Lauki 8v brúnum frá Feti.
4. Maríanna S. Bjarnleifsdóttir á Ljúfi 13v brúnum frá Hafnarfirði.
5. Sunna Reynisdóttir á Goða 11v jörpum.
Heldri menn/konur (+50 ára):
1. Ásgeir Guðmundsson á Herkúles 7v rauðum frá Glóru.
2. Kristján Már Hjartarson á Brá 14v brúnni frá Köldukinn.
3. Pétur Siguroddsson á Krumma 11v brúnum frá Vatnsleysu.
4. Leifur Eiríksson á Kveik 15v brúnum frá Miðsitju.
5. Svanur Halldórsson á Gúnda 9v móálóttum frá Kópavogi.
Karlaflokkur:
1. Steingrímur Sigurðsson á Álu 5v mósóttri frá Blesastöðum.
2. Ríkarður F. Jensen á Mózart 9v móálóttum frá Selfossi.
3. Hlynur Þórisson á Krumma 10v brúnum frá Vindheimum.
4. Þorvaldur Gíslason á Klið 7v steingráum frá Hrafnagili.
5. Sveinbjörn Sveinbjörnsson yngri á Óra 8v gráum frá Fjalli.