Ég hef verið að prufa að kenna hestinum leiki og hefur það komið svona frekar vel út! Þetta heitir Pat Perelli's Seven games og er rosalega gaman að þessu. Lagt er áherslu á að hestinum líði betur í nærveru mannsins og að samskiptin séu aðeins meiri en að henda beisli og hnakk á hann og láta hann hlaupa í 5km. Merinni minni finnst þetta t.d. allveg ógeðslega gaman að hlaupa á eftir bolta! Ég kasta bolta, hún hleypur á eftir honum( skvettandi upp raskatinu eins og ég veit ekki hvað og ógeðslega gaman), snertir boltan og kemur svo til mín aftur fyrir nammi:)
hvet fólk til að prufa þetta!
endilega skiljið eftir spurningar:)

http://www.horse-canada.com/?page_id=611