Þær aðferðir sem hafa rutt sér til rúms í hrossatamningum þessi síðustu ár eru margar og mjög misjafnar í sniðum þótt kjarni flestra sé sá sami, að fá hestinn til að vinna með manni en ekki fyrir mann. Má þar sem dæmi nefna “smellu-þjálfun” (clicker training), “hestahvíslun” Monty Roberts (Join- and Follow up) og “Skilningskerfi” Parelli hjónanna (The Savvy System). Allar þrjár aðferðir eru mismunandi og allar fá meðmæli hinna og þessa.
En af hverju eru þessar tamningaraðferðir jafn vinsælar og raun ber vitni? Af hverju ætti maður að vera að pæla í hvort að hestinum sé skemmt eða ekki? Fyrir flesta í keppnisbransa hestamennskunnar hafa þessar aðferðir ekki breytt miklu en fyrir hobbýhestamanninn virðist þetta vera eitthvað framandi og jafnframt spennandi. Þar sem flestir eru í þessu vegna áhuga þá er spennandi kostur að gera hestinn ánægðan og þar af leiðandi verða reiðtúrarnir örugglega ánægjulegri fyrir báða aðila. Enginn pirraður hestur sem nennir ekki neinu og viðir ekki skipanir knapans. Því flestar þessar aðferðir eru jú til þess að kenna hestinum á sársaukalásan máta að hugsa og viðurkenna leiðtogarétt þeirra sem meðhöndla hann.
En í hverju felast þessar aðferðir? Ég hef kynnt mér að nokkru leiti sumar þessar aðferðir og reynt að finna líkingar og mismun.
Smelluþjálfun: Ég veit ekki hvort þetta nafn sé það besta en á við að nokkur leiti. Af því sem ég hef lesið og kynnt mér er þetta ansi líkt því kerfi sem hundaeigendur nota. Hrós (nammi, klapp, frelsi o.fl.) fyrir hluti sem rétt eru gerðir og ekkert ef svörun er röng. Var upphaflega lýst af B.F. Skinner nokkrumþ Höfrungaþjálfarar voru einna fyrstir til að tileinka sér þennan möguleika því erfitt er að koma í veg fyrir að höfrungarnir syntu ekki einfaldlega í burtu ef þeim íkaði ekki eitthvað. Sirkus- og dýragarðsþjálfarar tóku þetta svo upp í kjölfarið og seinna meir hundaeigendur sem og þjálfarar. Þrátt fyrir að gefa góðar niðurstöður á frekar skömmum tíma hafa ekki allir verið jafn ánægðir með aðferðina. Fæstir kvarta þó yfir því að hún virki ekki heldur að hesturinn reyni kannski um of að fá verðlaunin. Á einni síðu sem ég mun gefa slóðina á seinna talar fólkið um að þau hafi reynt að búa til fótboltalið með hrossum sínum. Fólk gat jú kennt hestunum að sparka boltanum en einhverju síðar voru hrossin farin að sparka í hluti sem líktust fótbolta að stærð, jebb, kjúklinga og ketti meðtalið. Þessi aðferð er þó að ég held ein sú besta til þjálfunar á ýmsum brögðum þar sem hesturinn tengir auðveldlega saman hegðun og verðlaun fyrir þá réttu EF rétt er farið að.
Sumir hafa kannski séð “Hestahvíslarann” (The Horse Whisperer) þar sem hrossið var endurhæft með aðferð Monty Roberts sem í gegnum tíðina hefur kynnt sér vel lifnaðarhætti villtra hesta í BNA af svokölluðu Mustang kyni. Fyrsti partur þessarar aðferðar á sér yfirleitt stað í hringgerði. Hesturinn er þá oft látinn laus að einhverju leiti og látinn hlaupa í hringi, svipað og um lónseringu sé að ræða. Sá munur er þó á að vandlega er fylgst með hreyfingum hestsins og hans táknmáli. Þau skilaboð sem hann á að fá er að hann sé ekki velkominn í litla “tveggja manna stóðið” NEMA að hann sætti sig við það hlutskipti að maðurinn sé hinn æðri. Þar kemur hið villta eðli inní. Enginn hestur vill vera einn því hópurinn er mun öruggari verndun. Um leið og hersturinn gefur merki um að hann gefi eftir, og er þá jafnframt að biðja mann um að fá að snúa aftur til hópsins, á maður að hætta rekstrinum og sýna algjört hlutleysi. Oft kemur hesturinn til manns en þegar um óvanari hross er að ræða þarf maður oft að hafa það öfugt. Þegar maður nálgast hrossið skal hlutleysi manns vera algjört, öxl helst snúið að hestinum og augun ekki á hestinum. Stíft augnaráð getur verið skipun um að hrossið skuli víkja og það vill maður ekki. Einnig skal maður ganga hægt og fyrst snerta bóginn sem er það svæði sem hross nálgast fyrst við nálgun. Ef rétt er gert er þessi aðferð ansi öflug, hestinum er kennt að virða manns svæði og mann sjálfan, leiðtogann.
En ekkert kemur gallalaust. Sumir sem ég hef talað við hafa kvartað yfir því að ómögulegt sé að lónsera hrossið því það biðst strax vægðar og leitar til manns í fullri eftirgjöf. Ef það er rekið á brott í undirgjöf verður hrossið ráðvillt og fer að missa trúna. Ég hef þó heyrt um einhverja aðferð þar sem munur var gerður á lónseringu og “refsingu”. Svo er sú staðreynd að sum hross fatta einfaldlega ekki við hverju maður er að búast og hleypur hring eftir hring án eftirgjafar. Ástæður geta verið vantraust vegna mikillar lónseringar eða einfaldlega skilningsleysi. Persónulega finnst mér þessi aðferð mjög athygsliverð þar sem hún kemur inná náttúruleg viðbrögt hestsins og notast er við eðli þess. Þó held ég ekki að ég myndi styðjast mikið við hana ef ég væri í tamningum þar sem ég hef prófað að lónsera ýmis hross og sjá hvort þau gefi eftir með mislitlum árangri. Þau hafa þó flest verið fulltaminn og kannski ekki að marka það.
Það sem ég ætla svo nú að skrifa um er “skilningskerfi” Parelli. Ég get nú sagt að ég hef ekki mikið vit á því en þar er eitt athyglisverðasta kerfi sem ég veit um að svo stöddu. Mikið er stuðst við þjálfun af jörðu niðri þar sem hestinum er kennt að þola mann og virða. Hinir sjö leikir (the seven games) er þá það sem ég hef kynnt mér mest. Allir þessir leikir eru notaðir til að taka á ýmsum náttúrulegum viðbrögðum og auka næmni. Einnig má þess geta að þeir styðjast við hvorn annan þar sem sumir búast við að hesturinn hafi náð einhverri ákveðni færni í hinu og þessu. Fyrsti leikurinn er svokallaði “vinaleikurinn”. Hann er fólginn í að maður sannfæri hestinn um að maður sé ekki rándýr og að þér sé hægt að treysta. Markmiðið er að geta snert hestinn _hvar sem er_. Næsti leikur er svokallaði broddgaltarleikurinn þar sem hestinum er kennt að víkja undan þrýstingi. Ef árangur næst í öllum þessum leikjum yrðuð þið væntanlega komin með hest sem treystir ykkur og þið getið treyst. Árangurinn er kannski ekki sá skjótfengasti en fólk getur gert ótrúlegustu hluti með hestinum og þar sem tvíeykið treysti hvort öðru og getur stólað á ef eitthvað kemur upp á. Myndin sem ég valdi er einmitt af fólki sem farið hefur í gegnum þetta system.
En hvaða aðferð á að velja og af hverju ætti maður ekki að nota þessa gömlu góðu aðferð sem hefur virkað hingað til? Engin af þessum aðferðum er hinn heilagi sannleikur og æ fleiri eru að fatta að blanda af þessu öllu virkar yfirleitt bara best. Í sumum tilfellum er betra að nota eina aðferð og öðrum betri að nota einhverja allt aðra. Svo fremi sem knapa og hesti líður vel og eru í takt við hvorn annan ætti sú aðferð að vera valin. Einnig er flestum ljóst að hross bregðast mismunandi við hinum ýmsu hlutum og getur því verið auðveldara að skipta bara um kasettu ef ein aðferðin virkar ekki. Einnig tel ég að þær hefðbundnu tamningaraðferðir sem hafa viðgengist í hundruði ára ekki neitt verri í flestum tilfellum. Þó ber að geta að minn persónulegi áhugi liggur frekar í þessum nýrri þar sem ég hef meiri áhuga á að hafa fullt samstarf hestsins og traust heldur en hitt. Þó er ég ekki að segja að knapi og hross geti ekki treyst hvort öðru með þeirri gömlu þar sem ég hef hvorki nógu góða reynslu né reynt öll hross landsins.
Mér finnst afskaplega gaman að pæla í hinum og þessum hlutum hestamennskunar og eru tamningaraðferðir alls ekki undanskildar því hvað sem við gerum þá munum við alltaf hafa áhrif á hrossin sem við ríðum. Einnig væri gaman að heyra í fólki sem hefur eitthvað reynt hinar og þessar aðferðir sem og í þeim sem eru fylgjandi þeirri gömlu/öðrum. Ég hef alltaf gaman af málefnalegum umræðum. :-) Og áður en einhver spyr.. já, mér leiddist. Ekkert í kassanum í kvöld. ;-)
=)