Það er engin spurning um það að ÓÞokki er bæði mesta og hrekkjottasta trunnta sem ég hef á ævinni kynnst sem og mesti gæðingurinn sem ég hef kynnst. Ég met aðeins einn aðila meira en ég með hann ÓÞokka og það er maðurinn minn. Fyrstu sögurnar og margar þær seinni hafa sennilega komið áður að hluta eða saman í öðrum frásögnum en það er meira gaman að eiga þetta í saman safni.
Fyrsta minningin er frá öðrum smalamennskunum okkar Þokka, fyrir þann dag trúðu allir í kringum mig að Þokki væri þægur barnahestur! Þar sem maður sem var með hest í hagagöngu með okkur þarna ætlaði að fara á hesti í smalamennskurnar þá var ég beðin um að sækja hestinn hans líka, ég var að falla á tíma að mínu mati þar sem hestur þessa manns vildi ekki láta ná sér. Þegar ég var komin með þá var mér sagt að hann væri hættur við að fara á hesti í smalamennskurnar, svo ég varð á síðustu stundu að skila hinum hestinum upp í hagann. Stjúpsystur mínar Jóhanna og Ásdís áhváðu að flýta fyrir mér og leggja á klárinn á meðan. Þegar ég kom til baka eftir að hafa sleppt trunntunni þá var kallað og kallað á móti mér að drífa mig þar sem hesturinn væri orðinn kolvitlaus, þegar ég var komin var opnað dyrnar og klárinn hálf dró aðra þeirra prjónandi með sér út. Ég labbaði að honum og tók um höfuðið á honum og hann hætti að prjóna en var en mjög órólegur. Þær reyndu báðar að halda honum til að ég kæmist á bak en samt komst ég réttsvo á bak og náði ístöðunum áður en þær misstu hann og hann rauk af stað, ég náði að stoppa hann uppí brekku nálægt en hann neitaði að fara niður á veg svo ég fór af baki og sagði þeim að fara sjálfar af stað í fyrirstöðuna, ég kæmi á eftir. Ég teymdi Þokka með mér út afleggjarann og út um hlið þar sem ég hefði hvort eð þurft að fara af baki til að fara í gegnum, lokaði hliðinu og náði að lokum að komast á bak og Þokki var rokinn af stað með það sama, meðan ég hélt honum á yfirferðartöltinu þá hlíddi hann sæmilega en þegar ég kom í fyrirstöðuna lenntum við í tveggja tíma bið þar sem Þokki var prjónandi meira og minna allan tíman, sparkaði frá sér og hálf stakk sér, djöflaðist pirraður í beislinu en sama hvernig hann lét þá fór ég ekki af baki, sat bara og hló, aðalega þar sem ég var hrædd um að komast ekki á bak í tæka tíð þegar kindurnar kæmu. Þetta var fyrsta alvöru kastið hans sem ég höndlaði, eftir þetta fattað ég að þetta var meira og minna bara sýndarmennska í honum og að ég gæti vel setið þessi læti í honum. En eftir þetta kölluðu systur mínar hann ætíð ÓÞokka og hefur það nafn fest við hann í dag.
Einhverntíman að sumri til, sennilega sumarið sem ég fékk Þokka, þá áhváðum við Beta vinkona mín að fara að leika okkur að fara berbakt. Vorum fyrst í nánast hruninni steinrétt með Þokka og Barón, hest sem var í hagagöngu hjá okkur. Við byrjuðum á að æfa okkur í að komast á bak, þar sem Beta var mun hærri en ég átti hún nokkuð auðvelt með það en mér gekk ekki eins vel, sérstaklega þar sem Þokki er nú nokkuð stór og á þessum tíma var ég jafnvel minni en ég er í dag, sem er ekki nema sirka 154 cm. Eftir að hafa riðið um réttina með góðum árangri áhveðum við að tvímenna út úr henni. þegar við komum inn á túnið fer hesturinn skyndilega að stökkva um (jafnfætis að okkur fannst) og stefnulaust, að lokum tókst mér að stöðva klárinn og við skildum ekkert hvað hafi gerst. Sáum svo að það voru holur í túninu og klárinn hafði verið að sökkva aðeins í blautu túninu. Eftir það vildi Beta ekki fara meira berbak á hann en ég hélt áfram og endaði með því að detta af baki framfyrir klárinn þegar ég fór niður brekku. Í dag grunar mig að klárinn hafi verið að taka vægar stungur í taugaæsingnum yfir því að vera farinn að sökkva þarna þó það hafi nú verið lítið yfir hóf.
Í Ólafsvík lenntum við svo í ýmsum ævintýrum.
ÓÞokki tók uppá því að rjúka talsvert. í fyrsta reiðtúrnum prjónaði hann og snéri og rauk af stað heim en stoppaði strax, öðrum reiðtúrnum mættum við gröfu með keðjum og klárinn prjónaði og snéri og rauk smá spöl, snéri honum svo og hélt áfram. Í sama reiðtúr rauk hann svo yfir rúlluhlið, misti fót niður á milli en náði honum sjálfur upp aftur. Eftir það fór hann svo að róast.
Í Ólafsvík þá fórum við Sunna að hleypa ÓÞokka og Glóa í kappreiðar í fjörunni, ÓÞokki var svo kappsamur að Glói komst örsjaldan eitthvað framúr honum, en í tilraun til að hægja niður úr slíkum kappreiðum, þar sem hnakkurinn var farinn að losna og hallast út á hlið þá uppgötvaðist heill nýr gangur. ÓÞokki reyndist vera farinn að skeiða, eftir það þá skeiðaði hann alltaf í þessum kappreiðum og stakk Glóa af á skeiði. Eftir viku var ÓÞokki farinn að blindrjúka svo svakalega og orðinn svo viljugur að það gat enginn verið með okkur í samreið, með tímanum tókst mér að róa hann niður en við hættum að hleypa með öðrum nema einstöku sinnum og þá var aldrei leyft ÓÞokka að taka á öllu sem hann átti.
Eftir að hafa staðið í 3 daga á fóðurbæti þá var ÓÞokki orðinn óreiðfær vegna skapofsa, einhver ráðlagði mér að taka með mér písk og reka hann hraðar og láta hann hlaupa þetta úr sér. ÓÞokki reiddist allsvakalega og rauk, rauk framhjá þar sem ég hefði venjulega snúið við og hægði ekki niður fyrr en við áningarstað þar sem beygt var til að fara stóran hring. Þar fór ég af baki og vonaði að núna væri mesti æsingurinn búinn en eftir að hafa hvílt okkur smá komst ég varla á bak áður en klárinn var rokinn á ný og hægði ekki niður fyrr en hann var nær dottinn á brú á leiðinni heim.
Kastaði mér í veg fyrir bíl!
Seinna var klárinn með stæla í reiðtúr og ég reiddist og tók aðeins í hann, þegar hann fór að prjóna og byrja með sína hrekki setti ég pískinn í hann, nýbúin að detta illa af Eitli og þetta átti að vera rólegi túrinn áður en ég færi heim, ÓÞokki prjónaði og snéri og hundsaði það að ég reyndi að beygja honum til baka, rauk af stað í þessum rosalega ham, hægði ekkert á sér niður brekkuna að brúnni, rann ekkert til á brúnni og ætlaði greinilega að skilja mig eftir á járnhliði sem var fyrir hálfri brúnni, ég losaði fótinn úr ístaðinu tilbúin að lifta fætinum yfir hliðið og tók að reyna allar ábendingar til að sveigja frá sem tókst að lokum, klárinn beygir til hægri og framhjá hliðinu fer meter til hægri útaf brúnni fattar að hesthúsið er til vinstri, neglir niður og snýr á punktinum og skvettir til að ná jafnvæginu svo ég flýg af og ekki til að bæta ástandið þá kom bíll á sama tíma inn afleggjarann að hesthúsunum, einn reyndasti hestamaður svæðisinns, verkstjóri í fiskvinnslunni Klumba þar sem ég vann á þeim tíma og ég lendi nánast undir bílnum hjá honum. Þetta er eina skiptið sem ég hef dottið af ÓÞokka og hann ríkur í burtu og upp í hesthús. En mér var boðið far uppettir og var spurð hvort ég ætlaði virkilega að leyfa klárnum að komast upp með þetta að grýta mér og fara svo inn að éta ég hélt nú ekki og fór aðeins á bak aftur og inn á völl, fékk svo far heim.
En síðan ég var með ÓÞokka með mér í Söðulsholti hefur hann ekki tekið nein svona alvarleg köst nema þegar ég keppti á honum í skeiði, ef ég hef verið að reyna að teyma á honum eða fyrst eftir að ég prufaði beisli án méla, þá blindrauk hann öðru hverju í ca 3 vikur eftir á.
Þegar ég fékk hann úr Söðulsholti var hann alveg svakalega góður, ég hafði ekki farið á hann í ca. 3 vikur svo mér finnst líklegt að hann hafi verið þjálfaður aðeins áður en ég gat sótt hann, hef ekki fengið það staðfest en allavega viku eftir að hann kom skráði ég hann á íþróttamót í fimmgangi og gæðingaskeiði. Daginn fyrir mótið reið ég út á Hellisand þar sem ég gat ekki fengið neinn til að skutla mér með hestinn. Þegar ég kom á staðinn fór ég að fyrstu manneskjunni sem ég sá og bað um gistingu fyrir klárinn sem var ekkert mál, en klárinn endaði einn í því húsi. Eftir það húkkaði ég mér far heim. Daginn eftir var ÓÞokki mjög tens eftir að hafa verið svona einn, ef hefði ekki verið fyrir litlu systur vinkonu minnar, Hildi, sem ég hafði reyndar misst allt samband við, þá hefði ég sennilega verið í stökustu vandræðum með klárinn þar sem hann var í algjöru panici. Hún strauk honum og róaði hann meðan ég festi á hann hlífarnar og svona, var sjálfboðaliði sem hestasveinn =) En rétt áður en ég fór á völlinn var kallað til mín að ég mætti ekki vera með spangamúlinn minn við hálfstangirnar í keppni. Þegar ég spurðist fyrir þá tók enga stund að finna fyrir mig enskan múl sem ég mátti hafa en ÓÞokki lét ekki alveg eins vel af stjórn þá.
Þegar við komum inn á völlinn þá var hann en allt of tens, gerði samt allt sem ég bað hann um, en var allt allt of hraður á brokki, stökki og tölti, fór í smá binding hluta af töltinu og fetaði svo allt of hægt, svo lá hann bara einn sprett. En eftir því sem Hildur sagði þá var hann lang flottastur, lyfti vel yfir vinkilinn og allt sem kom mér verulega á óvart þar sem ég hafði aldrei vitað til þess að hann lyfti hærra en tæpan vinkil. Hún bölvaði dómurunum og taldi að ÓÞokki hefði átt að vinna þetta, en ég vissi hvað var ekki nógu gott og var mjög ánægð með frammistöðuna. Var að keppa móti þaulvönum mönnum og svakalegum hestum svo við áttum engan séns og vorum því mun nær þeim en ég bjóst við, með 4, eitthvað. Í úrslitunum gekk mun betur, Siguroddur annar þeirra sem ég var að keppa við kallaði til mín að láta hann stökkva hægar, hætta frekar á að hann tæki skeiðið beint og þá kæmi skeiðið þar sem mér tókst en illa að halda honum á skeiðinu og eftir það þá skeiðaði hann frábæran sprett. Var 3ja af þremur en var sátt við það, held einkunin hafi verið 5,6 eða eitthvað álíka, ekki sem verst fyrir aðra keppni og fyrsta skipti í fimmgangi.
Í gæðingaskeiðinu vorum við aftur 3, við vorum síðust inná og ÓÞokki ekki sáttur, þurfti að sjá hina skeiða fullviss um að hann gæti náð þeim, prjónaði, stakk sér, bakkaði og djöflaðist í beislinu, en í það skipti náðum við öðru sæti, en ég náði aldrei tímanum og þeir hjá snæfellingi hafa ekki getað fundið hann fyrir mig =/ En þegar kom í verðlaunaafhendinguna var mér ráðlagt að fara af baki útaf trillingnum í klárnum. Þrjár manneskjur komu til mín, einn þeirra var dómari, jafnvel tveir þeirra og 3ji áhorfandi og þau báðu mig um að fara í 100 m fljúgandi skeið, sögðu mér hvað ég hafði gert vitlaust í gæðingaskeiðinu, hafði víst hægt niður of snemma þar sem ég hélt að það ætti að gera það. Ég sagði þeim eins og var að ég gæti ekki orðið við bón þeirra þar sem ég ætti ekki fyrir því og þyrfti að fá einhvern sterkan til að halda klárnum þar sem hann var orðinn kolvitlaus af spennunni yfir skeiðinu. Þá var strax kominn sjálfboðaliði sem vildi endilega sjá ÓÞokka skeiða meira. Mér var sagt það að þegar ég hefði náð betra valdi á honum á vellinum þá yrðum við mjög flott í skeiðinu. En í 100 m fljúgandi skeiðinu var mér sagt að renna honum og sökum þess hve trilltur hann var þá var ég látin fara fyrst. Þarna var hann orðinn þreittur og náði því aðeins 4 sæti af 4, en þetta var helvíti gaman. Svo var heiðursprettur tekinn á skeiði eftir verðlaunaafhendinguna og þá tók ÓÞokki við sér áhvað að etja kappi við sigurvegarann og endaði það á loka sprettinum að ÓÞokki hafði hann! Hvorugt okkar gat samt náð þeim niður fyrr en eftir að brautin endaði. Svo húkkaði ég mér far með hestinn og fékk strax far til Ólafsvíkur.
Hins vegar á móti þá hefur ÓÞokki líka sínt það að hann getur verið sá allra traustasti þegar á reynir. Þegar ég var að fara með þá í hagagöngu frá Neðri Fák, þá voru vegaframkvæmdir á reiðveigi á leiðinni og ég varð að fara á honum með Strák bundinn utaná uppá þjóðveginn, í metersfjarlægð eða minna frá bílunum þá hélt hann áfram, svo þegar ég mætti nokkrum trailerum og Stráksi minn trilltist af hræðslu þá hélt ÓÞokki sem hefur lengi verið sjónhræddur við stóra bíla sérstaklega ótauður áfram, hægði ekki einu sinni niður þegar Strákur spyrnti í með öllum fótum. Alla þá leið frá Neðri Fák og inn í Mosfellsdal þá tölti ÓÞokki sitt tölt, hafði ekki verið hreyfður í um mánuð og Strákur varð oft að taka harðastökkið til að halda í við hann.
Reyndar í fyrri tilrauninni til að leggja af stað í hagagönguna var ég ekki með hnakkinn minn svo ég var með teymingargjörð með lélegum ístöðum á, þá fann ég þegar annað ístaðið var að gefa sig og slitnaði svo þegar ég var rétt að leggja af stað og ÓÞokki fældist þegar hann var að koma út úr göngunum við Neðri Fák, ég beygði þá í öfuga átt og að lökum kom hann að enda og nelgdi niður svo ég skall framm á hann og rétt náði að tolla á baki, þá fór ég í að redda hnakknum til mín en hann var á Höfn með öðru dóti sem var í bílnum mínum þegar hann valt =/
-