Ég sendi þetta inná Hestafrettir og var beðin um að senda þetta hingað af stjórnanda.
Til að byrja með skulum við fræðast um grunnlitina.
Grunnlitirnir eru tveir.
þeir eru Rauður og brúnn. Á íslandi er hestaliturinn “black” kallaður “brúnn” nema að hvert hár á líkama hestsins sé kolsvartur, en þá fær hesturinn að heita svartur. Einginn erfðafræðilegur munur er á brúnum og svörtum hesti, bara “blæbrigða munur”
Þó eru uppi kenningar um að það sem við köllum svart sé einungis að finna í arfhreinum brúnum hestum, það þýðir að hrossið hefur fengið brúnalitinn frá báðum foreldrum og getur því einungis gefið frá sér brúna genið og verða því öll afhvæmi með brúnan grunnlit, arfhrein eða arfblendin.
Nú ástæðan fyrir því að arfhreinn brúnt hross getur einungis eignast afhvæmi með brúnan grunnlit er útaf því að rauður litur er víkjandi fyrir þeim brúna.
Því eru öll hross sem eru rauð að lit arfhrein en útaf því að rauður víkur alltaf geta rauð hross átt brún afhvæmi, en þá er það afhvæmi arfblendið brúnt og þau geta gefið áfram rauðalitinn fái þeirra afhvæmi rautt frá báðum foreldrum.
Jarpur (Bay) hestur er hestur með brúnan grunnlit. Ákveðið gen hefur áhrif á brún hár og lýsir þau, en skilur tagl, fax og fætur (stundum rák eftir bakinu) eftir “ósnortið”
Jarpagenið hefur ekki áhrif á rauðhár og því er jarpagenið ósýnilegt í rauðum hrossum en þau geta gefið það áfram.
Dökk Jarpt er svipað og Jarpagenið og eru kenningar uppi um að það sé í raun stökkbreyting fá því Jarpa. Enn er ekki hægt að greina Dökk Jarpt frá Jörpu undir smásjánni en munurinn er þó greinilegur og sýnilegur, Dökk Jarpt hross getur ekki gefið venjulega Jarpt frá sér en hestar sem eru bæði Jarpir og Dökk Jarpir koma fyrir sjónir sem Jarpir og geta átt Dökk Jörp afhvæmi, Dökk Jarpt víkur fyrir því Jarpa.
Dökk Jarpt er kallað Brown á ensku.
Leirljós (Cream) hross eru rauð að grunnlit, Leirljóst hefur ekki áhrif á brúnhár og því sést ekki alltaf að brúnir hestar sem eru með genið séu Leirljósir.
En þessir hestar eiga afar auðvelt með að upplitast í sól. Þessir hestar heira Móbrúnir eða Glóbrúnir. mjög ljós brúnn hestur sem hefur ekki Leirljósagenið ætti því ekki að kallast móbrúnn, ef við viljum hafa erfðafræðilegar upplýsingar í WF réttar.
Þó að Leirljósagenið hafi ekki áhrif á brúnhár hefur það áhrif á brún hár sem þegar hefur verið haft áhrif á af jarpageninu. Þeir hestar eru Moldóttir eða Buckskin á ensku.
Álóttagenið (Dun) hefur áhrif á báða grunnliti.
Rautt og álótt er Fífubleikt
Brúnt og álótt er Móálótt
Brúnt, Jarpt og álótt er Bleikálótt
Moldótt skilur ekki ál niður eftir bak hrossa en samt sem áður eru til möldótt hross með áli þeir hestar eru moldóttir/álóttir eða Brúnt, leirljóst, álótt og jarp.
Ekki er til heiti yfir þennan lit á íslensku en á ensku kallast hann Dunskin.
Glófextagenið (Flaxen) hefur bara áhrif á hesta með rauðan grunnlit, brúnir hestar geta gefið það áfram.
Mjög lítið er vitað um Glófextagenið en það er talið að því meira sem kemur saman af því, því meiri er verkunin. Það þýðir að tveir hestar sem virðast ekki vera glófextir en eru með genið geta átt glófext afhvæmi.
Vindóttagenið (Silver) hefur bara áhrif á brúnahesta en rauðir geta gefið genið áfram.
Skjótt. Til eru Tobiano, Sabino, Frame, Splash, Roan og Rabicano en aðeins eru til Tobiano = Skjótt, Splash = Hjálmótt og Roan = Litförótt í Íslenska genapollinum.
Í gvuðana bænum hættið að kalla Hjálmótt Sléttuskjótt, þetta er nýyrði beinþýtt úr ensku, Splash.. Hið rétta heiti og al-íslenska orð er Hjálmótt.
Hjálmóttagenið virkar svipað og það Glófexta eða því meira sem kemur saman af því, því meiri verða einkennin.
Full áhrif Hjálmóttgensins eru Hvítur haus, blá augu, sokkar og hvíta sem byrjar undir kviðnum og getur teygt sig upp, hvítan nær sjaldan uppá bak en gerist þó, það er talið að til að hross geti verið undir fullum áhrifum gensins þurfa báðir foreldrar að vera það einnig en til eru dæmi sem afsanna regluna, sjáið bara sum afkvæmi Glampa frá Vatnsleysu.
Hjálmóttagenið litar afturfæturnar frekar/fyrst áður en það kemur að framfótunum, enda er breiðblesóttur hestur með sokka á afturfótum ekki óalgeng sjón.
Allir hestar sem hafa einhvað hvítt í andliti eru með þetta gen, bara lítið af því. En því meira sem kemur saman því öfgafullari verða áhrifin því tveir hestar með litla stjörnur geta gefið af sér breiðblesótt glaseyg afhvæmi, ef aðstæðurnur eru réttar (uppáhalds genið mitt)
Skjóttagenið er allt annað gen sem hefur áhrif á allt öðrum stöðum og erfist allt öðruvísi, eða 50% tilvika ef annað foreldirið er skjótt bla bla bla. þið væntalega vitið söguna.
Þó finnst mér eins og að hvítan er meiri á hrossum sem hafa báða foreldraskjótta..
Hestar geta auðvitað verið með bæði Skjótta- og Hjálmóttagenið og eru þau oft á tíðum mjög mikið hvít, stundum einginn litur nema á eyrunum, það er kallað er vera Kríótt.
Svo er til Litförótt, þá eru annað hvort undir eða yfir fldur hvítur og skiptir hrossið þá um lit árstíðarbundi á bolnum. Litförótt er talið vera dauðagen, eða að ef fóstur er arfhreint Litförótt þá lætur hryssan það.
Einungis eru 25% líkur á að fyl verða arfhrein þannig að er þú myndir láta Litföróttan graðhest á Litförótt merarstóð fengir þú 25% færri fölöld fræðilega séð, en þetta er happaglapp.
Kolóttagenið (Sooty eða Smutty) veldur dökkum svæðum eða stökum dökkum hárum á líkama hestsins.
Til er skemmtileg samblanda af Kolóttu og Glófextu sem kemur framm í faxi rauðra hesta og virkar sem hesturinn sé vindóttur. En Grásprengt tagl og/eða fax rauðra hesta á ekkert sameiginlegt með Vindóttageninu.
Á Íslensku er ekki til heiti yfir Pangare, Pangare er gen sem er leifar frá fornhestinum, það veldur ljósum svæðum í kringum augu og nasir og stundum hjá olnbogum, lendum og kvið.
Pangare er í útrýmingarhættu í mörgum stofnum, meðal annars þeim Íslenska á meðan genið er hreinlega í sumum stofnum.
Á meðfylgjandi mynd er Íslenskur hestur með mjög öfgafull einkenni Pangare, þið sjáið fornsögulega ásýnd hestsins.