Eftir það áhvað pabbi að byrja ekki aftur í þessu. En 3 árum seinna kynntist ég stelpu sem að er besta vinkonan mín í dag og hún og mamma hennar eru á kafi í hestunum.
Þar fékk ég hest lánaðan sem að heitir Hrafn og mamma hennar kenndi mér fyrsta árið. Síðan byrjaði ég að fara á námskeið og fór held ég á 5 eða 6.
Alla vega þegar að ég var 9 ára vorum við að horfa á hestamynd í sjónvarpinu á föstudagskvöldi og þá datt mér í hug að spyrja mömmu og pabba hvort að ég mætti ekki fá hest. Þau neituðu fyrst en síðan gerðum við samning um það að ég myndi safna mér fyrir honum sjálf.
Ég man eftir að hafa hlupið inní herbeki og fundið það gamalt veski og sett í það nokkrar krónur og hlupið síðan aftur inní stofu og sagt við þau að ég væri þegar byrjuð að safna. xD
En árið 2003 keypti ég mér minn fyrsta hest fyrir minn pening :) Var ekkert smá stolt en þessi hestur heitir Hrani frá Sauðárkróki. Við gengum í gegnum margt saman skal ég segja þér. :P ´
Við erum miklir vinir og hann passar alveg rosalega vel uppá mig. Hann er svona ekta barnahestur en getur verið rosalega góður reiðhestur ef að maður er vanur hestamaður. Hrani er reyndar engin keppnishestur og vill helst ráða gangtegundinni sem að við eigum að vera á en hann er samt yndislegur hestur og besti vinur minn :)
En núna í ár fermdist ég og mamma og pabbi gáfu mér hest í fermingargjöf sem að heitir Mari frá Köldukinn :) Mari er svona meiri keppnishestur en Hrani en þeir eru báðir brúnir. Hrani og Mari eru orðnir rosalegir félagar og eru gjörsamlega límdir við hvorn annan, alveg sama þótt þér séu úti á túni,inní hesthúsi eða inní gerði :)
Mari frá Köldukinn