Ræktun íslenska hestsins Jæja, mér datt í hug að rita niður nokkur orð sem snúast um ræktun íslenska hestssins og tala ég nú ekki um þann mikla fótaburð sem sum hross hafa orðið í dag.

Ræktun íslenska hestssins hefur nú staðið yfir í nokkra tugi ára. Nú í dag virðist vera sem að rætkunin á hestinum hafi tekist mjög vel hingað til og í þá átt sem við viljum hafa hann fyrir utan viss atriði sem ég ætla að tala um seinna í þessari grein. Til eru hrossaræktarbú sem reyna einungis að rækta vissa liti t.d. einungis blesótt eða höttótt eða skjótt og þess háttar, aðrir reyna að rækta hesta fyrir hinn almenna reiðmann, s.s. viljugann en þó mjög meðfærilegann þannig að hann sé fyrir sem flesta og enn aðrir vilja bara “töffara” s.s. gangsamann, sprengviljugann, súperhágengann og reistann, getumikinn og fallega byggðann (langur háls, samræmi og fleira) en þó meðfærilegann. Algengust er þó ræktunin á “töffaranum”.
Öll hrossaræktarbú hafa þá ábyggilega eitt markmið sameiginlegt sem er allavega vonandi, að það er að rækta sterka og úthaldsmikla hesta og mjög endingargóða, helst gangsamann en þó öflugann brokkara.

En þrátt fyrir það að ræktunin gangi mjög vel og miði þónokkuð hratt áfram í rétta átt þá má segja að ræktunun stangist á við það sem hinn almenni reiðmaður vill sem er jú, langstærsti hópur kaupanda á hrossum. Ástæðan er sú, að hann vill fá gangsöm hross, léttviljug og meðfærileg og góð ferðahross, svo hann henti allri fjölskyldunni og óvönum knöpum.

Persónulega þá finnst mér ræktunin frábær eins og er fyrir utan vissa galla sem fólk því miður virðist styðja. Ég ætla núna að fara út í þessa galla sem mér finnst vera á okkar hrossarækt, hlutir sem eiga ábyggilega eftir að fara úr böndunum og sumt sem er ekki alveg verið að spá nóg í.

Galli 1 - Stærðin.

Fólk sækist líka í að rækta stóra hesta, jújú, það vantar ekki glæsileikann á suma hesta, stórir hángengir og vel fextir, ferðmiklir og viljugir. En er það í raun þetta sem við viljum, risastóra hesta, allir vita að því stærri sem hesturinn er því meiri líkur eru á því að hann verði stirður og mikill klunni. Meiri líkur á verra ganglagi og fleira. Ég sendi inn mynd af mínum hesti hérna um daginn, rauðglófextur og fékk myndin góðar viðtökur enda er hesturinn geysilega stór, hágengur, vel fextur (allavega öðrum megin) og ferðmikill. En það eru líka vissir vankantar hjá honum. Mikill klárhestur og svakalega klárgengur, stirður í eðli sínu sem hefur reyndar tekist að hjálpa honum við með miklum liðkanndi fimiæfingum. Það vantar ekki að það er mikilfenglegt að sitja hann og tala nú ekki um á ferðinni, maður verður einfaldlega monntinn þegar hann er í stuði. En er það þetta sem við viljum, klunna og stirðbusa (þó þeir séu gangsamir)? Einn besti hestur sem ég hef komist í kynni við var undir meðallagi af stærð, alveg svakalegur töltari og kattliðug í þokkabót, það held ég að sé tilvalið að rækta, kannski ekki stærð undir meðallagi heldur kattliðug hross og þá er ekki gott að hafa þó risastóra. Tekk það fram að besti hestur sem pabbi minn hefur átt hét Litli Jarpur og var hann ekki mikið stærri en tveggja vetra tryppi. Og svo eitt enn, ásetan er svo margfallt betri á smáum hrossum heldur en stórum, tala nú ekki um í ferðalögum.

Galli 2 - Stuttur háls.

Stuttur háls er vissulega ekki galli en ræktunin hefur farið afturábak í þeim efnum, hesturinn var hálslengri en hann er í dag, sjáum t.d. þessa Orraræktun, jú Orri er nú einungis okkar allra besti ræktunargripur allra tíma en verst er að hann gefur stuttan og kubbslegan háls svona oftast nær. Sem betur fer þá virðist sem ræktuninnni sé reyndar að þokast aftur í rétta átt, það er gaman að sjá hest eins og Álm frá Skjálg koma fram, fallega byggður og mjög langur háls, þannig á hesturinn að vera.

Galli 3 - Ofurfótlyfta.

Þetta er skemmdarverk á hestinum að mínu mati á íslenska hestinum, það er ekki nóg með að sumir hestar séu alltof hágengir heldur er byrjað að troða á greyjin þyngingum og botnum og ábyggilega efni sprautað á milli botnanna og hófssins sem gefur reyndar dempun þegar hesturinn stígur niður en gerir það að verkum að fótlyftan verður enn meiri. Rakst á myndband af hesti áðan á netinu sem einfaldlega ræður ekki við sig vegna ofurfótaburðar og þann hest þekkja margir, hestur með 9 fyrir tölt og brokk en þetta er Moli frá Skriðu undan Glampa. Hérna kemur linkur af myndbandinu og væri gaman ef þið mynduð skoða það gaumgæfilega og gefa ykkar álit á því. Er þetta það sem við viljum, hross sem varla geta hreyft sig?

http://hestafrettir.is/veftv.asp?MovieID=269&CategoryID=5

Ef þetta myndband fer ekki af stað þá bara finnið þið það, það er ofarlega í röðinni, kíkið svo að gamni á aðra hesta sem hafa ekki sama fótaburð og sjáið hvað það er nú mikið eðlilegra.

En já, ég held að ég sé hættur í bili þó ég viti að það er garanterað eitthvað sem ég gleymi að nefna og svoleiðis.

Takk fyrir mig.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)