Algengasti tanngalli í hestum hér á landi sem er annars staðar eru svonefndir ,,tannbroddar´´. Þetta eru skarpir broddar eða brúnir sem myndast á jöxlunum, oftast við ónógar hliðarhreifingar. Hliðarhreifing jaxlanna eru hestinum eðlilegar þegar hann tyggur. Í efri kjálka eru þessir broddar á yri brún tannanna, en í neðri kjálka á þeirri innri. Manna á meðal er oft sagt að hesturinn sé með gadd. Þetta er rangnefni, því gaddur er kvilli, þar sem um verulegar tannskemmdir er að ræða og kemur í kjölfar þess, að hrossum er beitt á öskumengað land.

HESTAHEILSA eftir Helga Sigurðsson dýralækni
*********************************************
“A dog is the only thing on earth that loves you more than he loves himself”