Leiðir og stefnur!
Ég er án efa áhugasamasti hestamaður á landinu, ég skal lofa því. Klukkan er hálf fjögur að nóttu til, af hverju er ég vakandi spyrjið þið, kannski sérstaklega mömmur og fóstrur. Ég get ekki sofnað! Ég er að hugsa um hesta og aftur hesta. Ég vil núna kenna töltinu um. Mitt mission í vetur verður að læra mikið um það og inn á það. Geta látið sem flesta hesta tölta. Þar sem við Íslendingar eigum ofboðslega marga færa knapa eru til margar leiðir til þess að knýja fram tölt í hrossum, margs konar stefnur. Ein er leið Magnúsar Lárs (eða svo hef ég heyrt) að hann lætur hross ganga fet. Hann hvetur þau áfram með fótunum fyrir aftan gjörð og lætur þá ganga rösklega. Hann lætur þá svo stoppa þrisvar sinnum og hleypir síðan upp á tölt. Oftast þá eiga hestar að halda hreinum gangi. En ef ekki þá hreyfir hann sig í hnakknum; andskotast líkt og lítil börn þegar þau fá sykur í fyrsta skiptið; halla sér fram, rugga sér til hliðanna. Hann hleypitr líka oft upp á stökk til þess að liðka hross og ríður ekki mikið hratt tölt. Þetta finnst mér sniðug leið. En aðrar leiðir eru til og sá grunur læðist að mér að þið hafið einhverja hugmynd um þær. Þannig að ef þið vitið um einhverja stefnu, leið eða slíkt þá endilega