Jæja, það er komið að því. Ég ætla formlega að senda inn fyrsta vandamálið. Svona standa mál. Ég á meri sem er orðin tólf vetra. Ég keypti hana fyrir ári vegna þess að ég heillaðist gjörsamlega að henni. Hún er lítil brún og falleg. ÞEgar ég fer með hana inn í gerði, ég tala nú ekki um ef hún hefur ekki hverið hreyfð í einhvern tíma, þá töltir hún undir sjálfri sér eins og prinsessa. Hún er inni í gerði vinkilhágeng! ÞEgar ég fer á bak fer hún öll á frampartinn en töltir. Stundum næ ég ágætis höfuðburði en engri lyftu. Venjulega er mér sama um lyftur ég sé sem sagt ljósið fyrir lyftu og rými. En þetta fer svo fyrir brjóstið á mér vegna þess að hún getur lyft og verið virkilega flott. Hvað er best fyrir mig að gera?
MIG