Ég á við vandamál að stríða HJÁLP!
Svona standa mál. Ég fæ hest mikið lánaðan sem er svolítið spes. Hann er 15 vetra gamall, þægur og góður; æðislegur bara. En hann á einn rosalegan kost, hann getur tölt eins og herforingi. Hann er, í alvöru, einn af hraðskreiðustu tölturum landsins. Hann nær góðri sökkferð á tölti og þegar hann er í stuði lyftir hann vel yfir vinkilinn. En þetta gerir hann bara í reiðum með mörgum meðferðis eða í hestaferðalögum. Annars lullar hann bara og virðir mig ekkert. Nennir engu. Eiganda hans tekst að láta hann tölta venjulega í venjulegum túrum. En mér gengur hálf illa. Getur einhver sent inn hið fullkomna svar?