Vinkona mín sem og égætluðum að fara í reiðtúr, hún sagði mér ekkert hvert við værum að fara en sagði mér bara að treista sér. Ég lét mig hafa það og dreyf mig með. Hún sagði mér samt bara að vera í sundfötum og það varþað eina sem ég fékk að vita. Svo lagði ég bara á hana Tinnu mína og lagði af stað. Það var mjög heitt um 20 stig og nánast logn svo ég fór á feti svo hesturinn mindi ekki drepa sig.(hún er brún) og Vinkona mín vill helst vera á tölti eða stökki.
Svo þegar ég var komin til vinkonu minar (Sönnu) þá fórum við niður að á (Brunná sem er blanda af Jökulsá á Fjöllum og Brunná). Svo segir Sanna við mig bara „Jæjja nú skellum við okkur útí“ og ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera og var nokkuð viss um að hryssan mín myndi drukkna með mig á baki. Svo fórum við útí og ég fann stax hvað Tinna mín kyptist við enda vatnið Ískalt. Svo vöðuðum við á hestunum okkar alveg hinu megin við ánna og Tinna var alveg að klikkast henni fanst svo gaman hún synti í hringi og ég réð ekki nett við neitt. Svo komumst við yfir. Svo áhvaðum við að fara til baka. Þá fundum við voða djúpan stað og hesturinn henar Sönnu sökk næstum því og Sanna fór næstum í kaf. Ég hló náttúrulega og var í hláturskastiþaððð sem eftir var að sundinu.
Við vorum þarna við ánna í rúman kl og svo þegar við hættum og fórum af baki við árbakkan og átum nesti sem ég hafði gert(smyrjum alltaf nesti fyrir útreiðartúra) svo þegar við ætluðum að fara heim til hennar ætlaði Tinna ekki að hleipa mér á, hún snérist í hringi og þegar ég loksins náði á bak þá rauk hún næstum útí ána aftur en ég rétt náði að stýra henni frá vatninu.
Svo var þessi reiðtúr á enda en við gerðum þetta aftur senna enda var þetta bara tær snild.
Afsakið stafsettingavillu
Manchester United <3