Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis sagði það á opnum fundi sem Sjálfstæðisfélögin í uppsveitum Árnessýslu boðuðu til í Hestakránni á Skeiðum í síðustu viku að það kæmi vel til greina af sinni hálfu að leggja 500 króna skatt á hvert hross í landinu með það að markmiði að nota peningana til að byggja upp reiðvegi landsins. Þetta þýðir að 40 milljónir króna fengjust í ríkiskassann en þá er miðað við að hrossin í landinu séu 80.000. Þessar hugmyndir formanns samgöngunefndar féllu ekki vel í alla fundarmenn enda aldrei vinsælt að ræða um auknar álögur á ákveðnar stéttir fólks.
“The more people I meet the more I like my cat.”