Jæja þá er það 3 tilraun þar sem hinar eyddust út.
Ég var að skoða gamlar greinar og sá ég þar eitt af þessum commentum um að hross væru óþörf eða einsog hann orðaði það “Það eru komir bílar svo að hættiði þessu bara”. Þess vegan áhvað ég að skrifa grein um nytjagildi hrossa.
Þeir eru einsog við hestamenn vitum mjög nytsamir ekki bara vegna þess að okkur fynst gaman að umgangast þá heldur líka vegna þess að með þeim getum við smalað, t.d kindum sem ég held nú bara að flestir borði svo fólk ætti nú ekkert að vera að segja að þeir eru óþarfir!! Auk þess eru þeir höfðingjamatur.
Ég fékk skemmtilega reynslu núna í september en þá fékk ég að fara á fjall. Ég er nú bara 15 ára og var þessvegna yngst í8 hópnum, en þekkti þó nokkra menn sem voru mér mjög góðir þarna. Ég kom þarna á föstudegi í ágætu veðri en alveg hörku gaddi. Klukkan 06:00 var maður svo vakin eftir að hafa farið að sofa á tímabilinu 2-4 um nóttina. Það var dimmt úti og mennirnir spáðu hríð en samt var lagt af stað en viti menn eftir svoan 4 tíma gerði svo mikið óveður að það varð að hætta leitum í fyrsta skipti í 48 ár!!!!! En við því var ekkert að gera.
Það var bara skemmt sér vel um nóttina og svo var maður vakin kl:06:00 aftur á sunndegi veðrið var stillt og gott en frostið var mikið!!! Við náðum að koma öllu fé í réttina og var réttað sama dag.
Þeir menn sem fara á fjall eru algjörar hetjur því að á sunnudagsmorgninum var ég í flíspeysu, lopapeysu og snjóúlpu og regnjakka( mjög heitum) og hefði samt ekki mátt vera minna klædd vegna kulda!!!
Þess má eining geta að það var um 75% þessa svæðis sem var ekki hægt að smala á öðru en hestum.
En nú ætla ég að enda þetta á svolitlum orðum og ég þakka fyrir mig. Þau snúast um það hve mikið við dáum hestinn.
Þeir elska hann sem þekkja hann.
Það eru forréttindi að geta valið sér lífsstíl. Vinna og aðeins vinna er hlutskipti of margra. Lífsstíll manna er margra gerða. Það eru til listamenn, útivistarmenn, íþróttamenn, fjölskyldumenn.
Hestamennskan er meira en áhugamál. Hún er margbrotinn lífsstíll. Samskipti knapa og hests eru bæði íþrótt og list þegar vel tekst til. Við leitum eftir fegurð í gerð hestsins og fasi. Hestamennsku fylgir útivist. Hún er athvarf fjölskyldna og samnefnari kynslóða.
Hesturinn er skaparans meistaramynd. Í kröftugum og fjaðrandi hreyfingum hans finnum við fyrir frelsi hugans. Tíminn stendur í stað. Og líður þó svo fljótt. Hvílík sæla að sitja góðan hest.
Það skilur enginn hestamenn - nema aðrir hestamenn. Enginn hrífst af því sem hann ekki þekkir.
Hvað er það sem heillar?
Þetta ólgandi fjör.
Þetta ótrúlega næmi á bendingar knapans.
Þessar mjúku og fjaðrandi hreyfingar.
Þessi endalausa orka.
Þessi spilandi gleði.
Þessi fórnfúsa lund.
Þetta ótrúlega þrek.
Þessi trausti félagi sem alltaf leggur sig fram.
Sem vill læra meira og meira; að gera betur og betur.
Það fylgir því ábyrgð að vera trúnaðarmaður hests. Þessa mállausa vinar sem aldrei kvartar; sem aldrei krefst eins eða neins.
Hann krefst ekki hvíldar þó þreyttur sé.
Hann heimtar ekki fóður þó svangur sé.
Hann heldur áfram för þó þyrstur sé.
Þá er vináttan gagnkvæm þegar við höfum vakandi auga með þörfum hans.
Hann treystir á okkur. Að við veitum honum næga hvíld, fóður, skjól og umhyggju.
Fjölhæfni og eðliskostir íslenska gæðingsins eru sífellt aðdáunarefni.
Hann á engan sinn líkan.
Um hann má segja að þeir elska hann sem þekkja hann.