Hvað er hegðunarvandamál?
Er það þegar hesturinn bítur, slær eða er með kergju?
Eða kannski þegar hesturinn rýkur, hrekkir eða gerir ekki það sem við viljum að hann geri?
Hafiði eitthverntímann pælt í því að kannski liggja þessi hegðunarvandamál ekki hjá hrossunum heldur okkur? Og okkar aðferðum eða okkar tólum?
,, If your horse says ,,no”, you either asked the wrong question, or asked the question wrong.”
-Pat Parelli-
Þessi málsháttur er búin að vera angra mig síðan ég las hann, því í rauninni er þetta alveg satt.
Hestur er ekki með það eitt fyrir huga einn dagin þegar hann vaknar að hrekkja okkur og henda okkur af þegar við förum á hestbak.
Hann hugsar einfaldlega ekki svona : Haha, nú er hún/hann að fara á bak mér, best að ég sýni henni/honum aðeins hver ræður!
Hestur bregst við áreitinu sem sett er á hann hverju sinni.
Meðal þessara áreita á mélið stóran þátt.
Yfir 100 hegðunarvandamál geta orsakast af mélum, og þá er ég ekki að ýkja eða grínast.
Þetta er byggt á margra ára rannsóknum sem, meðal annara, Dr. Cook gerði, en hann hannaði The Bitless Bridle sem er að reynast mörgum hestaeigendum út í heimi rosalega vel.
Hestaeigendur með Íslenska hesta hafa einnig tekið eftir breytingum á hegðunarmynstri hestanna sinna eftir að þau fjarlægðu mélin og byrjuðu að nota mélalaus beisli.
Ef maður hugsar aðeins út í beislanotkunina, þá er það alveg virkilega fáránlegt að við, sem erum svo þróunargjörn og höfum m.a. þróað tækni sem engum gat órað fyrir, fyrir einungis 100 árum, að við séum enn að nota mél upp í kjaftinn á hestunum.
Mélin hafa verið notuð síðan á bronsöld. Bronsöld!
Er þróunin komin svona langt að við erum enn að pína og meiða hross án okkar meðvitundar enn þann dag í dag?
Hvaða mél sem er valda hestinum sársauka, sama þó lítið sé tekið í. Munnurinn er einn viðkvæmasti staður á flestum lífverum, ekki einungis hrossum. Margir knapa gera sér ekki grein fyrir þessari staðreynd eða eru of þrjóskir til að viðurkenna það fyrir sjálfum sér.
Fyrsta spurningin hjá mörgum, sem aldrei hafa komið nálægt hestum eða hestamennsku og vita lítið um þetta, er hvort hrossið meiði sig ekkert í munninum út af beislinu.
Flestir svara að auðvitað meiði þau sig ekkert í kjaftinum, þau finna bara nettan þrýsting.
Er þetta rétt rökfræðilega og siðferðislega séð?
Það er í raun eldri aðferð að nota einungis band eða spotta bunda saman við að ríða hesti, en mélin komu stuttu seinna og nú í dag, er það fastur liður í almenningsáliti að ekkert annað nema málmur upp í kjaftinum á hestinum virki til að stjórna honum.
Þetta álit hefur verið ríkjandi síðan á bronsöld.
Við rannsókn á 65 hauskúpum sem Dr. Cook sá fyrir, kom fram að meira en 75% af hestum sem höfðu verið riðið með mélum voru með skemmdir á kjálkabeinunum sem orsakaðist af núningi mélanna við það litla hold sem er á milli mélsins og beinsins. Svokallaðir beinhnúðar voru búnir að myndast á kjálkabeininu þar sem mélin eiga að liggja en þetta getur valdið gríðarlegum sársauka fyrir hestinn. Engir beinhnúðar voru fundnir á 35 hauskúpum á sebrahestum svo þessir beinhnúðar hljóta að koma af völdum mélanna.
Eins og áður kom fram, bregðast hestar við áreiti sem kemur á þeim stað sem þeir eru staddir nú, óháð því hvað gerðist í gær.
Ef hestur kannski rýkur allt í einu, hrekkir bara alveg upp úr þurru (að það megi virðast) eða einfaldlega stendur kyrr í sömu sporunum getur allt verið út af sömu ástæðunni. Mélinu.
Auðvitað er ekki þar með sagt að öll hross geri þetta, né heldur að öll hross geri þetta einungis út af mélinu. Það er nú samt sú sorglega staðreynd að sársaukanum sem er þvingað upp á hestinn neyðir þá oft til síðustu úrræðana sem eru hegðunar”vandamál”, í versta falli hrekkir og stungur.
Mélin valda ekki einungis hegðunarerfileikum heldur einnig öndunarörðuleikum fyrir hrossið.
Þegar mél kemur upp í hestinn eru fyrstu viðbrögð líkama hans að “éta”. Náttúrulega, þar sem maður étur eða borðar flestallt sem kemur upp í munnin á manni. Líkami okkar er forritaður þannig og þannig er það líka hjá hrossum.
Meltingarkerfið fer allt af stað og við það eykst blóðflæði til meltingarfæranna sem hann þarf í raun að nota við að hreyfa sig. Hestar geta ekki borðað og hlaupið á sama tíma og vegna þess er mélanotkun gagnstætt við upphaflega tilgang þess.
Þegar hesturinn kyngir lokast öndunarvegurinn lítillega eða alveg og er það alveg fullkomlega eðlilegt í þeim aðstæðum en þessi viðbrögð líkamans framkallast einnig þegar hesturinn fer að hreyfa tunguna fram og til baka vegna mélanna. Því valda mélin á fleiri en einn hátt öndunar- eða hreyfiörðuleikum fyrir hestinn.
Er því skrítið að þeir séu að reyna segja okkur að þeim líði illa með hegðuninni hjá sér, sem við köllum hegðunarvandamál?
Oft er það fyrsta sem við hugsum þegar hesturinn kemur með leiðinlega hegðun, (að okkar mati) hversu hesturinn er mikil andskotans trunta.
Við eigum það til að skella allri skuldinni yfir á hestinn vegna þess eins að hann var að reyna sýna okkur að honum liði ekki vel eða skilur okkur ekki.
Er þetta sanngjörn hegðun af okkar hendi? Erum við að bregðast við eins og siðferðislega uppaldnir “menn”?
Þurfum við ekki aðeins að fara taka betur eftir í umhverfi okkar og reyna koma auga á þetta og bæta þetta ástand?