Ég man ekki hvernig ég smiaðist en mér er sagt að ég fór að heimta hest um leið og ég gat talað.
Ég sagði frá því í grein sem ég sendi inn fyrir stuttu að foreldrar mínir gáfu mér hest í tvítugs afmælisgjöf, þau höfðu áhveðið það tveimur árum áður og byrjað að setja fyrir, nú hvers vegna skyldu þau gefa mér hest, ekki eru þau rík, það er einfaldlega það í hvert skifti sem ég var spurð hvað mér langaði í afmælis eða jólagöf þá sagðist ég vilja hest.
Fyrsti hestur sem ég man eftir að hafa riðið var annað hvort bleikur eða leirljós, seinna þegar ég fór til noregs og sá fjarðarhest í fyrsta skipti þá hugsaði ég “hann var einhvernveginn svona”, ég var 6 eða 7 ára og foreldrar mínir höfðu skellt sér til Portugals í 3 vikur og kona sem mamma hafði verið með mömmu í hestunum í gamladaga var orðin bóndi og áhvað að taka mig bara í sveit á meðan (kominn tími til ;)
Ég grét ekkert yfir að það átti að yfirgefa mig því mér var sagt að ég fengi að fara á hestbak í sveitinni og fór meiri segja ein í flugvél norður.
um leið og ég lennti fór ég að spyrja (kalla hana bara Önnu) Önnu hvenar ég fengi að fara á hestbak, ég held ég hafi suðaða mikið því ég fékk það áður en ég fór inní bæinn að fá að borða og svona, allavegna þá teymdi hún mig bara í hringi í litlu gerði og ég man að ég var ósátt við að fá ekki að vera lengur en sagði ekki neitt.
Ok þarna kemur svarthol í hausinn á mér og ég man ekki hvernig ég í raun lærði að ríða, því næsta hesta minnig er þegar ég er 8 ára og áð byrja á hestanámskeiði og ég er vanari en hinir krakkarnir, kanski lærði ég það bara í sveitinni hjá Önnu.
Ég man að maðurinn sem var að kenna mér var unglegur en með grásprengt hár, ég man ekki hvað hesturinn sem ég var á hét né hvernig hann leit út.
Sumarið eftir fór ég aftur á námskeið og ég laug af öllum að ég ætti hest frænku minnar með henni, Ópera var steingrá ótemja.
Hesturinn sem ég var á hét Gosi og ég hélt alltaf að hann væri jarpur en það gæti verið að hann hafi verið bleikálóttur jafnvel moldóttur, Gosi var ekki barnahestur, bara hreinn og beinn letingi sem hlýddi eingu, Það átti ekki að setja mig á Gosa, ég var fyrst sett á Þrumu sem var rauð og ég man ennþá hvað hún var lappalöng, en á meðan það var verið að gera alla klára í fyrsta reiðtúr námskeiðsins hrekti Þruma mig og ég flaug af, þannig endaði ég með honum Gosa gamla.
Sumarið eftir þetta var ég orðin mjög fær reiðmaður og fór auðvitað aftur á námskeið, í þetta sinn kom þekkt hesta kona með námskeið í þorpið okkar og var með fullorðins námskeið líka.
Allir ungnir sem aldnir áttu að mæta í fyrstu kennslu stund á efri hæð matborgar (eini veitingastaður byggðarinnar) þar talaði þessi kona um allt sem við kom hestum og reiðmennsku.
ég var alveg gáttuð þegar hún talaði um graðhesta, graðhestar?? hvernig hestar eru það? hugsaði ég, þannig ég rétti upp hend og spurði hvað graðhestar voru. Allur salurinn (sem var pott þétt svona 20 manns með öllu, sem mér fannst ógeðslega mikið) tók undir í hláturskrampa og ég og vínkona mín horfðum bara í augun á hvor annari furðulostnar, en þessi kona útskýrði fyrir okkur krökkunum hvað graðhestur væri og var ég þá orðin full upplýst 10 ára gömul hvernig folöldin koma og að sumir hestar eru geldir :D
Á þessu námskeiði var ég yndislegri meri sem var jörp og hét Jörp og við tókum þátt á móti saman í enda námskeiðsins, ég gleymi þessari hryssu aldrei.
Sumarið eftir þetta var ekkert námskeið :(
Sumarið sem ég var að verða 12 ára fékk ég að fara í 2 vikna reiðskóla. Konan með skólann var heldur betur hissa að sjá litlu stelpuna sem spurði hana blátt áfram hvað graðhestar væru koma til sín, hún sýndi mig manninu sínu sérstaklega.
Þetta voru æðislegar 2 vikur og mér fannst ég svo stór því ég hafði farið ein í rútu allt ferðalagið og átti að taka aftur rútuna ein í bæinn þar sem frænka mín ætlaði að koma mér í flugvél aftur vestur.
á þessu námskeiði var ég á gráum hesti sem hét Renningur og hann var bar fínn, allar hinar stelpurnar vildu fá að vera líka á svo flottum “hvítum” hesti…
ég fór með viðurkenningu og einkunn uppá 9,4
Og þar með endaði hestanámskeiðs-feril mínum, við fluttum svo um haustið til Reykjavíkur og allt annar kafli í lífi mínu tók við.
En ég tók hvert tækifæri á að komast á bak og ég og mamma leituðum uppi hestaleigur í öllum útileigum…
á myndinni er Norskur fjarðahestur.