Ein jólin man ekki alveg kannski jólin 2001 eða 2002 man það ekki alveg, þá sagði mamma að ég væri að fá eitthvað flott en það væri ekki hérna heima, svo það var bundið fyrir augun mín og farið í bílinn og keyrt einnhvert og svo sagði bróðir minn erum við ekki að fara til ….. og mamma alveg ohhh þú átt ekki að segja frá þau voru bara að djóka en ég vissiþað ekki.
Ég var þarna aftur í allveg að hugsa hvað skildi ég fá í jóla gjöf ef það er hjá þeim ?? ég hugsaði í dálittla stund en gat ekki giskað hvað það var en allavegana.
Við vorum komin á áfangastað og mamma leiddi mig út úr bílnum og labbaði einnhver svo sagði hún mér að stoppa og taka frá augonum mínum og ég gerði það þá stendur hestur fyrir framan mig með borða í faxinu. Ég var ótrúlega hissa og vissi ekki hvað ég ætti aðgera svo ég klappaði henni og leit fyrir aftan mig og þá var amma, afi, mamma og bræður mínir að mynda á fullu og ég þekti hana alveg afþví einn bróðir minn átti hana og ég hafði oft séð hana áður en já hún heitir sem sagt Fiðla :D þannig fékk ég hana.
Sumarið 2003 lét mamma umsókn í bændablaðið um að vera ráðskona og eitthvað svoleyðis.
Við lenntum við á bæ sem heitir Tunguháls 1 og það var rosa gaman þar og hann er með hesta og kindur, svo á hann stóðhestinn Smára frá Skagaströnd.
Ég hef verið að fara til hanns á hverju sumari að hjálpa honum.
Ég ætlaði að fá að halda undir Smára og borga svo fékk ég að halda undir hann en ég þurfti ekki að borga af því ég er búinn að hjálpa honum svo mikið ég ég var alveg hæst ánægð og lét Fiðlu koma í Skagafirðinn og halda undir og allt í lagi með það og svo var kominn tími á að láta Smára fara í hólf með merum á Gígjarhóli og sagði við mig að það væri gott að láta Fiðlu fara þángað líka, hann vildi vera viss um að ég mundi fá folald ;).
Svo heyri ég ekkert í bóndanum þennan vetur en svo hringir hann 25. maí og spyr hvort það væri komið folald og ég bara nei það kemur örugglega ekki stax en hann sagði nei það kemur fljótlega svo 26. maí förum við mamma að kíkja á hana og þetta er rosa stórt hólf en við leitum að henni, ég var með brauð (hún elskar brauð og kemur alltaf ef einnhver er með brauð) en já svo sé ég hest og held að það sé hún og hristi pokan á fullu en hesturinn horfir bara á mig svo ég labba nær og sé að þetta sé Fiðla.
Ég labba nær og fannst þetta eitthvað skrítið að hún skildi ekki koma svo sé ég eitthvað í grasinu þannig að ég fór svoldið hratt og sé að þetta sé folald og þetta var hennar folald þannig að ég var bara að springa úr gleði og knúsaði hann og Fiðlu.
Hún hafði bara verið að kasta um nóttina afþví hún geispaði og geispaði, og vinkona hennar sem elsti bróðir minn á sá sami sem gaf mér Fiðlu, þessi vinkona hennar hefur verið að ‘’hjálpa’’ henni ;) en þannig fékk ég hestana mína :D
ps. afsakið stafsetninguna og þetta er fyrsta greinin mín :D
já svar mitt er nei