Reyndar þá var það einu sinni áður sem ég varí ókunnugum hnakk, þar var ég viss um að hrossið væri ótraust og var alveg á því að ég ætlaði ekki á hann aftur, svo fór ég á sama hrossið þegar Þokki minn missti undan og við vorum búnar að plana svaka ferð sem við vildum ekki hætta við svo ég tók bykkjuna og hann var allt annar með mínum hnakk, þá hafði ég gott vald á hestinum og náði honum mjög fínum miðað við hve lítið þjálfaður og taminn hann var.
Fyrstu skiptin sem ég fór á bak heima eftir að ég byrjaði í Söðulsholti þá var eiginlega bara mætt upp í hesthús og beðið eftir að eitthvað fólk kæmi til að gefa eða fara á bak svo ég gæti betlað lánaðan hnakk hjá þeim ef sú manneskja ætti auka hnakk. Fyrst fékk ég mjög svipaðan hnakk og minn er, veit voðalítið hvaða tegund það var, eflaust ein af hermikráku top reider hnökkunum (eru allavega svipaðir en ekki eins góðir) en það angraði mig hve mikið harðara sætið var, auk þess sem hnakkurinn var að mínu mati svolítið valtur á svona grönnu trippi. En Strákur hefur nær alltaf verið til vandræða með það að fæstir hnakkanna með stuttu mótökin passa á hann, í byrjun tamningar var hnakkurinn minn, sem btw er með stuttum mótökum, alltaf hálf laus á bakinu á honum. En allavega var ég ekkert allt of stöðug á baki þarna.
Ég fékk svo lánaðan hnakk sem mér líkaði mjög vel, í raun var þetta hnakkur fyrir börn unglinga en þar sem ég er fremur smá þá henntaði hann mér mjög vel, það var ítrekað við mig hversu gott jafnvægi maður hefði í þessum hnakk og var ég mjög sammála því þar til Stráksi minn brá á smá leik í gerðinu, stökk hálfan meter til meter upp og þar með var allt jafnvægið farið, en fáein svona stökk hafði ég setið áður á honum án vandræða. En ég rétt toldi á og folinn tók smá sprett og hljóp nærrinþví með mig á lónseringastaurinn í miðju gerðinu og stökk aftur og ég af baki.
Ágætis vinkona mín í hesthúsunum varð vör við þessi vandamál mín fljótlega og bennti mér á hnakk frá sér sem ég mætti nota eins og ég vildi til að þurfa ekki alltaf að bíða eftir einhverjum, þar sem suma dagana var ég ein um að ætla að ríða út, varð þá að ná að hitta á einhvern á gjafatíma. Þessi hnakkur var verulega spes, sérsmíðaður og nokkuð gamall, hún bölvaði því nú að söðlasmiðurinn væri nú farinn í gröfina svo núna myndi hún aldrei fá annan eins hnakk. Hnakkurinn var undarlegur í laginu, með óvenju djúpu sæti og hár aftur fyrir bakið og var mér svo sagt að þetta væri sérhannað til að sitja stungur og aðra hrekki. Áður en ég gat notað þennan hnakk varð ég að ná mér í styttri gjörð en hnakkurinn reyndist fremur ásetugóður, ekkert mál var að fá folann, sem venjulega tók bara nokkur töltspor, til að haldast á hægu tölti og dásamaði ég hnakkinn fyrir það.
Svo var fólk að fara í reiðtúr og vitanlega skellti ég mér með, hnakkurinn var litinn aðeins hornauga en fólk sagði fátt. Allt gekk vel þar til við skiptum aðeins yfir á stökk, þar fannst talsverður galli á hnakknum þar sem Strákur stekkur rosalega hátt upp að framan og á niðurleiðinni í hverju stökki gefur hnakkurinn manni högg að aftan og hendir manni fram á háls! Allavega þá komust við Strákur að þeirri niðurstöðu að það yrði ekkert stokkið meira í þessum reiðtúr, allavega ekki ef ég ætlaði að tolla á baki allan reiðtúrinn.
Hinsvegar notaði ég þennan hnakk talsvert þar sem ég hafði engan annan, svo fékk ég aftur hnakkinn sem ég hafði dottið úr til umráða seinni part veturs. Fór inn á völl meðal annars og þar var klárinn nánast búinn að henda mér af í einu horninu, en svo smátt og smátt jókst jafnvægið og eftir að ég hætti í Söðulsholti og hafði fengið Þokka og hnakkinn minn heim, þá fékk ég samt þann hnakk lánaðann þegar ég fór að keppa í lok vetrarinns, taldi hnakkinn ásetubetri upp á augað en hnakkinn minn. Ég myndi virkilega vilja vita hvaða tegund sá hnakkur var, en hann var gamall og máður svo það sást ekkert hvaða merki var á honum og ég man ekki til þess að eigandinn hafi sagt mér það heldur en einhver taldi að þetta gæti verið Faxi.
Hverjar eru ykkar reynslur af ókunnugum hnökkum, hvaða hnakkar hafa reynst vel og hverjir ekki?
Mín er sú að ég hafi aldrei fullt jafnvægi í fyrstu skiptin en þegar ég venjist þeim þá komi jafnvægið nánast strax aftur.
-