—-
Þessi grein á að vera um allt milli himins og jarðars sem tengist hnökkum.
—-
Góðir hnakkar, slæmir, eða bara hreint út sagt ekki hægt að nota. Um ístöð, gjarðir og reiða. Gamla hnakka líka, söðla til dæmis. Og notkun hnakka.
Hnakkar hafa fylgt manninum lengi, en áður en hnakkurinn varð til þá var bara farið á berbak. Notað teppi eða eitthvað álíka á hestinn. Svo fór hnakkurinn að koma, menn fóru að geta verið lengur á baki án þess að þurfa stoppa og nudda á sér rassinn eða eitthvað álíka. Á hnakknum voru enginn ístöð, bara eitthvað sæti sem átti að styðja við knapann. Á riddaratímanum fundu eitthverjir upp ístöðin. Snilldar uppfining. Riddararnir notuðu ístöðinn mikið. Nú var miklu, miklu léttara að vera á hestbaki. Þetta voru fyrstu tíman hnakksins.
—-
Hnakkar sem teljast góðir eru þeir sem meiða ekki hestinn njé knapann sem í honum situr. Oft eru þeir sem eru betri með svona dýnu en eru ekki sléttir, sætið þannig séð. Þeir sem eru með dýnu er betra og mýkra að sitja. Nú er komið fyrirbæri sem kallast loftpúðar í staðinn fyrir spaðanna á hnakknum. (Spaðar eru það sem kemur fyrst við bakið á hestinum, hart) En loftpúðar eru mýkri, einfaldlega vegna þess þeir eru bara með loft í púðunum.
Góðir hnakkar er hægt að fá allstaðar á landinu, til eru góðir hnakkar sem eru með spöðum og líka með loftpúðum, þeir með loftpúðunum eru oftast dýrari.
—-
Hnakkar sem talnir eru slæmir eru þeir sem þrýsta mjög mikið á bakið á hestinum. Hesturinn getur orðið sár á bakinu. Þeir geta líka fengið vöðabólgur. Rétt eins og við ef of mikið álag á einn stað á hendinni til dæmis, nákvæmlega eins og hnakkurinn er illa gerður eða eitthvað gallaður. Ef þú ert að pæla í því hvort þú sért með góðan eða slæmann hnakk fyrir hestin. Þá skaltu skrjúka(fast) yfir bakið á hestinum eftir reiðtúr, ef hesturinn kippist við, strjúktu aftur, ef hesturinn kippist aftur við, kíktu með hann til dýralæknis, hann getur ábygilega sagt þér hvað verið er að ángra hestinn, og pent þér á góða hnakka sem fara honum.
—-
Hnakkar sem maður ætti einfaldlega ekki að nota eru þeir sem eru alltof stórir á hestinn eða alltof litlir á eitthvern ákveðinn hest. Svo einfalt er það.
—-
Ístöð(+ ólar), gjarðir og reiðar.
Ef þú ert byrjandi eða með lítinn kjark þá ættiru að vera með ístöð sem heita öryggisístöð, þau eru með grind fyrir svo þú festir ekki fótinn í ístaðinu ef þú verður fyrir því óhappi að detta af baki. Ístaðólarnar verða að vera góðar, ekki slitnar. Annars gætu þær slitnað í sundur í miðjum reiðtúr.
Gjarðirnar á hnökkunum sem halda honum kjurrum á sínum stað verða að vera góðar líka, ekki slitnar eða lélegar. Þær gjarðir sem eru bestar eru úr leðri. Enda eru þær oftast mjög dýrar. Stoppgjörð er mjög góð ef hnakkurinn er alltaf að fara fram í reið. Stoppgjörðinn á að koma í veg fyrir það. En af minni eiginn reynsku dugar hún ekki.
Næst er það reiðinn, það sem fer undir taglið á hestinum. Getur eitthver sagt mér hérna hvaða gagn reiðinn á að gera? Ef þú svarar “ Til að stoppa hnakkinn í að fara fram” þá er það vitlaust. Reiðinn gerir nefnilega ekkert gagn. Nema að meiða hestinn ef hnakkurinn er að skríða fram. Þar sem allt álag verður á taglinu. Ég reiði gerir eitthvað gott gagn, endilega segjið mér það.
—-
Söðlar.
Söðlar eru gamaldags kvenhnakkar. Þeir gátu verið frá ógeðfeldum tuskum í eitt af meistaraverkum söðlasmiðs. Konur á æðri stéttum voru oft að monta sig á söðlunum sínum. Annað hvort var hann allur í skrauti eða þá búið að skera í hann eitthvað listaverk. Þeir voru oftast úr floeli(kann ekki að skirfa það). Þannig séð sætið og það sem styður við bakið á manni. Skrautið eða merkin á söðlinum voru oft eitthvað sem tengist trjám, oftast laufum. Eins og Ennislauf á beislunum sem varð að vera í stíl við söðulinn. Reiðinn var líka með svona einnislaufi. Voða töff í þá daga. Gjarðirnar voru búnar til úr hrossahári. Í allskonar litum. Í stíl við söðulinn voru konurnar með svipu, silfur svipu oftast. Svipa ekki pískur..
—-
Dýnur.
T.d Didda Dýna.
Dýnur eru mjög góðar inn á milli. En ekki einnota dýnuna. Ekki bara nota dýnu alltaf. Bæði hesturinn og þú verðið leið á því.. Eða oftast. Svo er til einn önnur tegund dýna sem er kölluð púdda. Það er mjög mjód dýna, ekki gott á höstum hestum. Ég sjálf á tvær púddur. Ég nota þær mikið í leitum og ferðum á fjöll. Miklu skemmtilegra en að sitja í hnakki. Að vera í púddu er eins og að vera á berbaki bara með ístöðum. En alls ekki gott að vera í púddu á höstum hestum.. Jaa, þú færð nuddsár…
—-
Að finna rétta hnakkinn getur verið erfit. Gott að nota láns tímanna sem þú getur fengið í hestavörubúðum og prófað þannig marga hnakka á stuttum tíma. Hvort sem þú ert að leita af rétta hnakkinum fyrir hestinn eða bara þig. Samt alltaf best að reyna að finna hnakk sem passar fyrir ykkur bæði.
—-
Að nota hnakk rétt, er létt.. Hnakkurinn á að vera einn lófa frá bóg og gjörðinna á að gyrða einn til tvö lófa frá framfótum. Svo hesturinn fái ekki öndunarverki.
Svo einfalt er það…
—-
Vonandi var þessi grein eitthvað gagn fyrir eitthverjar hérna.. 
— Lilje.
Ps. myndinn kemur þessu ekkert við. En þetta eru mæðgunar, Brynja frá Feti og svo hún Kóróna frá Þúfu. Kóróna er þessi litla..
— Lilje