Tamning Stráks frá Miklabæ so far. Þar sem ég er alltaf að hvetja fólk til að koma með framhöld af því hvernig hlutirnir ganga, hvort sem um vesen er að ræða eða ungt trippi, þá hef ég alltaf verið forvitin að vita hvernig gengur.

En þar sem ég hef en ekki komið með grein um framhald tamningar Stráks frá Miklabæ, þá get ég lítið kvartað í öðrum, svo núna ætla ég að koma með sjálfstætt framhald af greininni “Sjálftamið eða hvað?” http://www.hugi.is/hestar/articles.php?page=view&contentId=2985416

Folinn sem um ræðir er IS2003158831 Strákur frá Miklabæ (við Hofsós, frá Libba ekki hinn Miklibær)

Í upphafi, kargur og nánast stökklaus.

Í upphafi hafði enginn mikla trú á okkur Strák. Þegar við vorum að byrja að reyna að lónsera gekk alls ekki vel, fyrst slitnaði spottinn og folinn fór á milli keðjanna í hliðinu og beint inn á bás, þá áhvað ég að loka hurðinn og áður en ég reyndi næst aftur gaf ég mér góðan tíma í að binda góðan hnút til að redda spottanum mínum. Eftir það slitnaði spottinn ekki.

Næst var ég með hundinn hans pabba með mér, lokaði hann inni á meðan, en þá stóð hesturinn bara kurr og horfði á mig. Honum var slétt sama um pískinn og hann haggaðist ekki, á þessum tíma þorði ég ekki að nota pískinn neitt svo þessi miskilingur leiðréttist ekki auðveldlega. Það var ekki fyrr en einhver hleypir hundinum óvart út og hann ríkur í hælana á trippinu sem eitthvað gerist og folinn fæst á stað, fer aðeins að skilja hlutina =) Hundurinn Prins fékk viðurnefnið Pískur frá mér fyrst á eftir, en hann hætti svo að nenna þessu svo aftur var folinn staður.

Ég hélt samt áfram að reyna, eins og hálfviti úti í gerði og folinn hreyfði sig ekki nema ég labbaði allan hringinn með honum. Vinkona mín kom svo og hjálpaði mér, þegar við vorum tvær þá gekk þetta mun betur og kom hún inn hjá mér þeirri aðferð að henda hinum endanum á spottanum í hrossið ef það hlýddi ekki, þar áður hafði ég notast við lónseringarstaur. Loks tókst að fá hestinn til að skilja þetta og fljótlega eftir það fór hann að skilja pointið í písknum þó hann vildi helst bara éta hann =)

Allan þennan tíma var ég alltaf að setjast á hann inni á bás, passaði samt að enginn sæi til mín þar sem ég mundi það hve mikið fólk skammaðist í mér þegar ég kraup niður við hliðiná honum sem smá tryppi og kembdi undan kviðnum á honum, en seinna lærði ég að fólkið í hesthúsunum var ekki þannig =)

Áður en ég fór að leggja á hann hnakk þá fékk ég mann til að teyma mig um í gerðinu á baki, þegar við vorum sem næst veginum sem maður kemst í gerðinu, komu þá ekki tveir snjósleðar brunandi upp eftir veginum :O Ég var tilbúin að stökkva af, skíthrædd um viðbrögð trippisinns, þar sem minn gamli hefði rokið af stað og jafnvel hrekkt ef ég reyndi að stoppa hann, kallinnum sem hélt í Strák stóð heldur ekki á sama, en Stráksi minn stóð bara og horfði á þá keyra framhjá sallarólegur!

Þegar ég fór að leggja á hann og lónsera þá breytti það engu klárinn tók varla eftir hnakknum, var sama um ístöðin og hljóp bara sína hringi. Klárinn reyndist helvíti hraður á brokki en einhverra hluta vegna skipti hann aldrei yfir á stökk, nema laus, sama hve mikið hann var hvattur áfram, jók bara hraðann á brokkinu.

Ég fór að setjast á hann í lónseringu og klárinn brokkaði bara sitt brokk og það skipti hann engu máli að ég væri á baki, fyrir utan eitt skipti þar sem ég lagði annan hnakk á hann og hann skvetti þrisvar, sem var samt það milt og mjúkt eitthvað að mér fannst það bara finndið. Ég fór að stýra honum lítilslega í lónseringaspottanum auk þess að ég teymdi hann og stýrði frá jörðu eins og ég væri á baki.

Mistök, smá “rodeo” og stökkið fundið!

Hverja ég fékk til að hjálpa mér var mismunandi, vanara fólkið virtist mun tregara til svo í raun var það helst að ég væri með algera viðvaninga mér til hjálpar, eitt skiptið er sérstaklega minnisstætt. Þá fékk ég stelpu til að teyma klárinn, halda bara létt við tauminn sem ég var með á baki, svona ef hann ryki nú af stað, klárinn sá eitthvað útundan sér, brá aðeins en stelpan sem var með mér hún sleppir, stekkur frá og gæti jafnvel hafa öskrað lítilega vegna þess hve henni brá, en vitanlega fældu þessi læti folann.

Folinn sem aldrei hafði stökkið með mig á baki, ekki svo mikið sem stokkið með beisli, startar á stökki, ég fylgdi ekki alveg með fyrsta stökkinu svo því næsta fylgdi mjög væg stunga, svo önnur og önnur allar jafn vægar, svo er komið að gerðinu, klárinn sér það ekki fyrr enn í meters fjarlægð og þá kom ein alvöru stunga til að ná beygjunni, ég úr öðru ístaðinu, hendi frá mér písknum, svo hélt hann áfram þessum litlu stungum og stefnir á næsta gerðisvegg án þess að taka nokkuð eftir honum, svo ég áhvað að sleppa og stökkva af frekar en að lenda á gerðinu. Ég horfi á eftir fætinum í ístaðinu, rétt næ að snúa honum úr, lendi svo með háls og öxl fyrst í jörðina. Klárinn stoppaði rétt hjá, hræddur og vissi ekkert hvað hann átti að gera, fólk hljóp til mín en þá var ég komin á fætur og byrja að pæla í folanum, var spurð hvort það væri í lagi með mig en ég svaraði bara að mér væri illt í hálsinum, ég var teymd á folanum einn hring af mun sterkari manni sem tók bara í nasamúlinn til að trufla ekki taumsambandið og allt var í lagi, fór svo að moka fékk vinkonu mína til að vikta í poka og gefa á meðan og svo löbbuðum við heim bölvandi því að hún skildi hafa gleymt síkarettunum, þar sem mig langaði í eitthvað til að róa mig niður þó ég reyki ekki. Þegar adrenalínið gekk yfir reyndist ég en ver mjög slæm í hálsi og öxl, varð að fá aðra til að gefa og moka fyrir mig fyrstu dagana á eftir, svo folinn fékk smá frí eftir þetta ævintýri.

Fólkið sem var á staðnum hrósaði mér mikið fyrir að hafa tollað á baki svona lengi, en aðrir dæmdu mig ófæra í tamningum fyrir vikið og heyrði ég jafnvel á tal fólks inná kaffistofu um að einhver annar ætti að taka við tamningu folans. Ég hélt áfram að reyna að kenna honum á beisli frá jörðu, fór á hann á bás og fékk að fara á hann inní stíu já einni þeirra sem treystu mér en vel fyrir því að geta tamið folann, manneskju sem hafði sagt mér að gera bara það sem ég vildi þetta væri jú minn foli =)

Allt gekk vel og hann virtist skilja beislið óvenju vel, aðrir töldu sig vita betur og sögðu að hann skildi það ekki yfir höfuð þar sem hann svaraði ekki þegar ókunnugur maður reyndi að fá hann til að bakka með beyslisábendingu, sem ég var nú ekki búin að kenna honum enþá, lagði meiri áherslu á að beygja og stoppa, er það nokkuð vitlaus forgangsröðun?

Vanari manni blandað í málið.

Að lokum fékk ég einn þessara vönu tamningarmanna á staðnum til að setjast á hann, sá teymdi hann fyrst með, eða öllu heldur dró hann þar sem klárinn var ekki tilbúinn til að vera bundinn utan á, sleit teymingargjörðina og heljarinnar vesen. En þegar hann var teymdur beint og ekkert hross á milli teymdist hann vel. Þegar til baka var komið var lagt á hann og kallinn fór á bak, folinn var fúll og hljóp mikið en samt fremur þægur, stóð kyrr þegar farið var á bak og svona en náði kallinum andartak af sér með því að hlaupa á gerðið. Kallinn ráðlagði mér allfarið að sleppa því að fara á hann þar sem hann svaraði ekki mikið í beisli.

Víðir um Strák “Þetta er sko alvöru!”

Ég hlustaði og fór ekki á hann þó ég héldi áfram að lónsera og svona, var eitthvað að vandræðast yfir þessu við eina vinkonu mína í hestunum, Kollu sem sagði mér að tala við Víði manninn hennar, hann hefði farið á öll hrossin þeirra í fyrstu skiptin og tamið áður en öðrum væri blandað í málið. Að lokum talaði hún við hann og hann var ekki viss en skömmu seinna var kallað í mig sagt að leggja á og lónsera klárinn aðeins Víðir ætlaði á hann =)

Ég var ekki búin að lónsera nema nokkra hringi þegar hnakkurinn hans var lagður á og hann steig á bak, strax leist mér ekkert á folann en um leið og ég hleypti honum af stað í lóneringu tók hann strauið, ég hef aldrei séð hest stökkva eins hratt í lónseringu, eða inni í gerði yfir höfuð. Víði leist strax helvíti vel á klárinn, þetta væri sko eins og þetta ætti að vera vel viljugt. Bað mig um að smella taumnum af sem ég gerði og vá, folinn var svo ósáttur við að hlýða, djöflaðist uppúr taumhaldi stöðugt og var mestallan tímann á stökki, svo var ég beðin um að opna gerðið, hann ætlaði útfyrir, fór svo smá hring og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. Þegar Víðir steig af baki sagði hann mér að hika ekki við að fara á bak, hann væri mjög góður, þetta væri sko alvöru! Auk þess að hann væri vel til í að fara fyrsta reiðtúrinn í vikunni =O

Fyrsti reiðtúrinn!

Ég tók hann á orðinu og daginn eftir fékk ég vinkonu mína og systur hennar með mér upp í hesthús, vopnaðar kögglum og brauði til að múta klárnum og ég fór á bak. Fyrst létum við hann bara fara nokkur skref til vinkonu minnar eða systur hennar einhvert í gerðinu og fá þar brauðmola, svo óx kjarkurinn minn og að lokum reið ég honum lausum um allt gerðið, aldrei nein vandamál, hesturinn hlýddi í einu og öllu auk þess sem hann fetaði bara og tók smá hægt brokk með mig. Bói sem var með mér á húsi kíkti við og var að fara að járna eina merina sína upp ef ég man rétt og ég bað hann um að kíkja rétt aðeins inn í gerði með mér til að komast að því hvernig folinn brigðist við öðrum hrossum. Bói tók vel í það og lagði á kom inn í gerðið og þá kom í ljós að merin var svolítið greinilega í látum, taglslátturinn og lætin í henni, en Strákur minn virtist ekki taka eftir neinu var aðeins með hugann við mig og eflaust hvenær hann fengi næst brauðmola! Þar með var áhveðið að ég færi fyrsta reiðtúrinn daginn eftir.

En hins vegar þegar ég, Kolla og Víðir, sem ætluðu að ríða á undan mér, vorum búin að leggja á þá reyndist einhver vera búinn að setja út í gerðið. Þar sem ég ætlaði að gugna á þessu þarna fyrst ég gæti ekki sest á hann í gerðinu fyrst, þá fór víðir á hann fyrst. Lætin í folanum róuðu mig lítið, folinn hlustaði lítið sem ekkert á hann, rauk og beygði skindilega út í stóran skurð og yfir hann og svo til baka, víðir fór inn á völl og þar fór folinn að spottunum og stökk í minningunni um metershátt stökk yfir spottana og Víðir langt uppúr hnakknum en toldi þó á baki. Ég er farin að halda að Víðir geti setið allt en umfram allt hafði hann mjög gaman af svona látum. Kom svo til baka og sagði að folinn væri svolítið brjálaður en væri búin með það mesta og mér var í raun varla leift að hætta við. Ögrað þar til ég fór á bak.

Við lögðum af stað og folinn var bara dauðþægur, aðallega á feti, tók aðeins í tauminn ef hann ætlaði að beygja útaf en svo var hann eins og gírskiptur, ef hann fór upp á stökk rétt nikkaði ég í tauminn og hann skipti niður í brokk og svo fet við næsta nikk! Hreint út sagt ótrúlegur.

Þegar við komum að litlu hálfgerðu “stöðuvatni” þá var látið vaða útí, vita hvernig folarnir brygðust við þar sem það var aðeins eitt tamið hross með í för. Mér leist mjög illa á þetta en Strákur fór mjög ákafur á eftir svo ég leyfði honum að elta, en málið er sem Víðir og Kolla vissu ekki að ég er haldin sjúklegri vatnsfælni, folinn minn var mun minni en hestarnir þeirra og þurfti að grípa sundspor inn á milli meðan þeirra voru en vaðandi, ég sleppi ístöðum, fæturnar aftan við hnakkinn, held í faxið og titra af hræðslu enda á að panica og kalla til Víðis ég er farin uppúr, beygi trippinu og hvet, folinn tekur harðastökkið uppúr, ég bjóst í raun einganvegin við að geta stoppað hann þegar uppúr kæmi en það varð að hafa það ég varð að komast uppúr =/

En þegar ég kom uppúr, tók ég rétt aðeins í tauminn og hann var stopp, við þurftum að bíða smá stund ein því merin hjá Víði var ekki nærrinþví eins snögg að elta, folinn hafði fundið hvað ég var hrædd og áhveðið að redda mér uppúr sem fyrst, svo skipti það hann engu máli að bílar og jafnvel flutningabílar keyrðu framhjá, þessi staður var hliðiná veginum. Kolla hafði verið full langt í burtu til að taka eftir þessu svo hún kom ekki alveg strax í land en Það sem eftir var af þessum reiðtúr hafði ég 100% fullt traust á hestinum og hef það en þann dag í dag.

Haltur =(

Eftir þetta gaf ég honum tveggja daga frí, þegar ég lagði á hann fyrir smástund í gerðinu reyndist klárinn vera draghaltur, eitthvað sem virtist byrja í mjöðminni og ég fór að panica hvort þetta væri spatt eða eitthvað svipað, en þegar skoðað var málið betur sást nánast hóffar ofalega á lærinu sem hann haltraði á og hann var stokk bólginn, hafði verið sleginn illa, svo hann fékk frí eftir þetta.

Aðeins 3ja vetra!

Yfir sumarið fór ég svo um 7 sinnum á hann og þá var viljinn nánast stjórnlaus, hann fór að tölta smá en þar með fór gírskiptingin í rugl. Svo kom í ljós að hann var bara nokkuð stór 3ja vetra en ekki lítill fjagra, svo hann fór aftur í frí.

Stráksi sóttur og Frumtamningarnámskeið.

Síðasta vetur sótti ég hann í febrúar, á stað sem hann átti að fara í tamningu en þar sem það átti að taka hann inn í des og það var kominn febrúar gafst ég upp og sótti hann og við fórum á frumtamningarnámskeið hjá Reyni Aðalsteins. Skammaðist mín talsvert þar sem klárinn var allt of grannur, í raun horaður en þar sem við stóðum okkur með príði, folinn þótti með góða svörun fyrir utan að hann átti það til að hundsa þann sem var að eiga við hann.

Síðasti vetur.

Svo gat ég bara sinnt honum um helgar svo það var lítil tamning í því en það var nóg til að fólkið sem var að efast um okkur þurfti að éta þetta flest ofan í sig =P

Vesen og smá hrekkir útaf tamningarleysi.

Reyndar þá varð það til smá vandræða, folinn varð fljótlega mjög ósáttur við að fara einn, eins var alltaf vandamál þennan veturinn að hann átti það til að stökkva út af veginum á ferð, þá nær alltaf til vinstri, best var að hafa pískinn vinstra megin og veifa honum reglulega við hliðiná hausnum á honum og gefa honum laust högg þegar hann beygði ó um beðinn þá hætti hann þessu að mestu. Eins þegar ég prufaði að vera án písks þá var hann bara kargur, þetta tel ég samt allt vera vegna tamningarleysis þennan veturinn, bara um helgar eða aðrahverja helgi var bara alls ekki nóg. Eins tók hann sig til og hennti mér einu sinni um veturinn og var einu sinni næstum því búinn að henda mér. Fyrst vorum við í gerðinu og hann stekkur allt i einu gríðarlega hátt upp í loftið og hleypur svo af stað og stefnir á lónseringastaurinn, þegar hann var næstum kominn á hann hætti hann við og áhvað óvænt að hlýða og stekkur til hliðar í áttina sem ég var að reyna að beygja honum, þá var ég komin úr ístaðinu tilbúin að stökkva til að lenda ekki á staurnum og flaug af, en klárinn var fínn eftir það, tel þetta bara hafa verið leik í honum. Svo var ég inná velli og klárinn vildi ekki beygja í einu horninu hrekkir aðeins og hlíðir svo en ég fór hálfan hring án ístaða þarna áður en ég náði að stoppa hann. Svo komu stelpurnar og mynduðu hann, æði og hnakkurinn lengst framm á hálsi, 2 myndanna eru í albúminu.

Kannski verðandi barnahestur fyrir vana?

Reyndar þá fóru bæði pabbi minn og 12-13 ára stelpa á hann einu sinni, hann rauk bara með pabba og hundsaði hann en svo lét hann illa í byrjun með stelpuna en hún var óvitlaus á hesti og hlýddi því sem ég sagði henni og gat haldið honum góðum í gerðinu eftir það, hún var svo heilluð af honum í reiðtúrnum að ég varð að leyfa henni að prufa hann, enda langaði mig að sjá hann undir, virkilega fallegur á stökki, stekkur svo hátt að framan yndislegt að sitja það =)

Hitt og þetta.

Í sumar gat ég bara ekkert sinnt hestunm =(

Einhverntíman á fyrsta vetrinum festi hann sig svo á básnum og var rétt búinn að drepa sig en það hafði líka áhrif á það hve lítið ég vann í honum þá, en hann hefur ekki sínt nein merki um að það hafi haft áhrif á hann, man samt ekki hvaða tíma tamningarinnar það var.

Svo í fyrra tensaði það hann svolítið að meri við hliðiná honum kastaði nokkrum mánuðum of snemma, andvanafæddu, þá sleit hann sig af básnum og var að klóra henni þegar ég kom til að gefa, svo ljúfur alltaf..

En svo er það spurningin hvernig þessi vetur verður..
-